Umdeildar framkvæmdir við Vatnsstíg: „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 19:20 Anna Þóra Björnsdóttir er eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu á Hverfisgötu og næsti nágranni framkvæmdanna við Vatnsstíg. Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdanna segir tafirnar eiga sér eðlilegar skýringar. Samsett Atvinnurekandi við Hverfisgötu segir óbærilegt hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum á reit við Vatnsstíg. Byggingarstjóri hefur fulla samúð með íbúum og harmar seinkun framkvæmdanna en hún eigi sér eðlilegar skýringar. Íbúar við byggingarsvæðið á Vatnsstíg voru orðnir langþreyttir á óhljóðum sem heyra má í upphafi meðfylgjandi fréttar nú á vormánuðum, þegar beita þurfti fleyg til að bora niður í klöppina undir reitnum. Íbúar sem fréttastofa hefur rætt við segja höggin hafa verið viðvarandi allan liðlangan daginn um margra mánaða skeið. Mestu lætin kláruðust þó nánast um miðjan mars. En það var svo í fyrradag sem aftur þurfti að ræsa fleyginn, fleyga aðeins upp úr undirlaginu hjá aðliggjandi húsi sem stendur við Hverfisgötu. Og eftir því var sannarlega tekið. Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í umræddu húsi, sem hefur mátt þola einna mesta skarkalann, segir ástandið, bæði hvað varðar óhljóðin og almennt umstang, hafa verið hörmulegt frá því framkvæmdir hófust síðasta sumar. Fleygunin, sem þeim hafi verið sagt að ætti að taka tíu daga, hafi á endanum tekið sex mánuði. „Það hefur margsinnis allt brotnað niður hérna niðri í búð hjá okkur, brotnað og skemmst. Kúnnarnir hrökklast út í hávaða. Það er ekki hægt að taka sjónpróf í minni búð, það þarf að vera kyrrð og ró. Og við höfum reynt að vera samvinnufús og reyna að taka tillit. Auðvitað skiljum við að það þurfi að byggja upp í borginni en þetta eru kannski aðeins of stórar byggingar sem verið er að setja á pínulítinn blett.“ Dæmi séu um að fólk hafi hreinlega flutt burt af svæðinu vegna ágangsins. Hún kallar eftir betra samráði við nágranna. Hefur mikla samúð með nágrönnum Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdarinnar skilur þá afstöðu. „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna og ég skil hundrað prósent að fólki líði illa í þessum aðstæðum. En því miður, þegar er verið að taka svona upp og gera í miðri borg, þá verður þessi röskun,“ segir Gunnar. „Við hefðum, má kannski segja, getað haft betra samráð við þetta fólk.“ Zeppelin arkitektar Á reitnum er verið að reisa tvö hús með á fimmta tug íbúða, bílakjallara og þakgarði, eins og meðfylgjandi myndir frá Zeppelin-arkitektum sýna. Gunnar telur þetta mikla bót frá því sem áður var og bendir á að þarna hafi verið hús í mikilli niðurníðslu fyrir. En hann harmar að framkvæmdir hafi tafist. Að hans sögn nema tafirnar þó ekki nema þremur mánuðum. „Klöppin var miklu harðari en við áttum von á. Það gekk miklu verr að fleyga þetta en við áttum von á, ásamt þessum töfum sem urðu við það að bíða eftir og reyna að hliðra til fyrir eigendum hérna,“ segir Gunnar. Verklok liggja ekki fyrir en reiknað er með því að mikið verði í höfn um áramótin. Þá verði raskið í það minnsta orðið mun minna, að sögn Gunnars. Horft framan á fyrirhugaðar nýbyggingar frá Vatnsstíg. Gulu húsin lengst til hægri standa við Laugaveg.Zeppelin arkitektar Reykjavík Skipulag Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Íbúar við byggingarsvæðið á Vatnsstíg voru orðnir langþreyttir á óhljóðum sem heyra má í upphafi meðfylgjandi fréttar nú á vormánuðum, þegar beita þurfti fleyg til að bora niður í klöppina undir reitnum. Íbúar sem fréttastofa hefur rætt við segja höggin hafa verið viðvarandi allan liðlangan daginn um margra mánaða skeið. Mestu lætin kláruðust þó nánast um miðjan mars. En það var svo í fyrradag sem aftur þurfti að ræsa fleyginn, fleyga aðeins upp úr undirlaginu hjá aðliggjandi húsi sem stendur við Hverfisgötu. Og eftir því var sannarlega tekið. Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í umræddu húsi, sem hefur mátt þola einna mesta skarkalann, segir ástandið, bæði hvað varðar óhljóðin og almennt umstang, hafa verið hörmulegt frá því framkvæmdir hófust síðasta sumar. Fleygunin, sem þeim hafi verið sagt að ætti að taka tíu daga, hafi á endanum tekið sex mánuði. „Það hefur margsinnis allt brotnað niður hérna niðri í búð hjá okkur, brotnað og skemmst. Kúnnarnir hrökklast út í hávaða. Það er ekki hægt að taka sjónpróf í minni búð, það þarf að vera kyrrð og ró. Og við höfum reynt að vera samvinnufús og reyna að taka tillit. Auðvitað skiljum við að það þurfi að byggja upp í borginni en þetta eru kannski aðeins of stórar byggingar sem verið er að setja á pínulítinn blett.“ Dæmi séu um að fólk hafi hreinlega flutt burt af svæðinu vegna ágangsins. Hún kallar eftir betra samráði við nágranna. Hefur mikla samúð með nágrönnum Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdarinnar skilur þá afstöðu. „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna og ég skil hundrað prósent að fólki líði illa í þessum aðstæðum. En því miður, þegar er verið að taka svona upp og gera í miðri borg, þá verður þessi röskun,“ segir Gunnar. „Við hefðum, má kannski segja, getað haft betra samráð við þetta fólk.“ Zeppelin arkitektar Á reitnum er verið að reisa tvö hús með á fimmta tug íbúða, bílakjallara og þakgarði, eins og meðfylgjandi myndir frá Zeppelin-arkitektum sýna. Gunnar telur þetta mikla bót frá því sem áður var og bendir á að þarna hafi verið hús í mikilli niðurníðslu fyrir. En hann harmar að framkvæmdir hafi tafist. Að hans sögn nema tafirnar þó ekki nema þremur mánuðum. „Klöppin var miklu harðari en við áttum von á. Það gekk miklu verr að fleyga þetta en við áttum von á, ásamt þessum töfum sem urðu við það að bíða eftir og reyna að hliðra til fyrir eigendum hérna,“ segir Gunnar. Verklok liggja ekki fyrir en reiknað er með því að mikið verði í höfn um áramótin. Þá verði raskið í það minnsta orðið mun minna, að sögn Gunnars. Horft framan á fyrirhugaðar nýbyggingar frá Vatnsstíg. Gulu húsin lengst til hægri standa við Laugaveg.Zeppelin arkitektar
Reykjavík Skipulag Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira