Olís selur Mjöll Frigg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júlí 2022 17:00 Margrét Lillý Árnadóttir, Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarformaður Takk Hreinlætis, Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga við undirritun samningsins í dag. aðsend Olís ehf., dótturfélag Haga hf. og Takk Hreinlæti ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Takk Hreinlætis á öllu hlutafé Mjallar Friggjar. Kaupin eru gerð með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins Mjöll Frigg á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1929 og er einn stærsti framleiðandi landsins á hreinlætis- og efnavörum. Tekjur félagsins námu um 720 milljónum króna árið 2021 og voru ársverk 12 talsins. Í tilkynningu segir að Takk Hreinlæti sé fjölskyldufyrirtæki sem hafi verið stofnað árið 1994 og verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu á ýmsum hreingerningar- og hreinlætisvörum, búsáhöldum og öðrum sérvöruflokkum. Framkvæmdastjóri Olís segir söluna lið í einföldun rekstrar Olís og ríkari áherslu á kjarnastarfsemi félagsins. „Olís og önnur félög undir hatti Haga munu áfram eiga gott samstarf við Mjöll Frigg um framleiðslu og endursölu ýmissa hreinsi- og efnavara. Nýjum eigendum er óskað til hamingju með kaupin og jafnframt er starfsfólki Mjallar Friggjar þakkað samstarfið á undanförnum árum” segir Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís. Stjórnarformaður Takk Hreinlætis segist sjá mikla möguleika í kaupunum. „Í þeim felast mikil tækifæri fyrir okkur. Í félaginu liggur mikil reynsla á traustum grunni og vörur þess eru þekktar á markaðinum. Félagið hefur verið brautryðjandi í framleiðslu á hreinlætisvörum á markaðinum í 92 ár. Við hlökkum til verkefnisins og munum á næstu mánuðum ná að breikka vöruúrval okkar umtalsvert. Með kaupunum ætti ársvelta okkar samstæðu að verða um og yfir 1.100 milljóna króna og við lítum framtíðina björtum augum.“ segir Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarformaður Takk Hreinlætis. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Mjöll Frigg á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1929 og er einn stærsti framleiðandi landsins á hreinlætis- og efnavörum. Tekjur félagsins námu um 720 milljónum króna árið 2021 og voru ársverk 12 talsins. Í tilkynningu segir að Takk Hreinlæti sé fjölskyldufyrirtæki sem hafi verið stofnað árið 1994 og verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu á ýmsum hreingerningar- og hreinlætisvörum, búsáhöldum og öðrum sérvöruflokkum. Framkvæmdastjóri Olís segir söluna lið í einföldun rekstrar Olís og ríkari áherslu á kjarnastarfsemi félagsins. „Olís og önnur félög undir hatti Haga munu áfram eiga gott samstarf við Mjöll Frigg um framleiðslu og endursölu ýmissa hreinsi- og efnavara. Nýjum eigendum er óskað til hamingju með kaupin og jafnframt er starfsfólki Mjallar Friggjar þakkað samstarfið á undanförnum árum” segir Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís. Stjórnarformaður Takk Hreinlætis segist sjá mikla möguleika í kaupunum. „Í þeim felast mikil tækifæri fyrir okkur. Í félaginu liggur mikil reynsla á traustum grunni og vörur þess eru þekktar á markaðinum. Félagið hefur verið brautryðjandi í framleiðslu á hreinlætisvörum á markaðinum í 92 ár. Við hlökkum til verkefnisins og munum á næstu mánuðum ná að breikka vöruúrval okkar umtalsvert. Með kaupunum ætti ársvelta okkar samstæðu að verða um og yfir 1.100 milljóna króna og við lítum framtíðina björtum augum.“ segir Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarformaður Takk Hreinlætis.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira