Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Japanska þjóðin er í áfalli eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á kosningafund í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag.

Nábúendur við miklar byggingaframkvæmdir sem hófust við Vatnsstíg í Reykjavík síðast sumar eru afar óhressir með hávaða og titring sem fylgir framkvæmdunum. Við heyrum í þeim í fréttatímanum og verktaka sem biðst afsökunar á hvað framkvæmdirnar hafa dregist á langinn.

Baráttan um leiðtogasætið í breska Íhaldsflokknum er hafin. Guðlaugur Þór Þórðarson sem þekkir marga forystumenn flokksins persónulega telur fyrrverandi fjármálaráðherra í stjórn Borisar Johnson líklegan til sigurs.

Og við bregðum okkur á Hellu og fylgjumst með því þegar fyrsta íslenska rafknúna flugvélin tekur á loft í fyrsta sinn og heimsækjum Kattholt sem er yfirfullt af munaðarlausum köttum, sem sumir fengu sér í faraldrinum en losa sig við fyrir sumarleyfi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×