Innlent

Neitaði að fara út af veitingastað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta. Vísir/Vilhelm

Klukkan rúmlega níu í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um ölvaðan mann sem neitaði að fara út af veitingastað í Hafnarfirði. Þegar komið var á staðinn gat lögregla rætt við manninn og hann fór að lokum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Nokkuð var um ölvun við akstur en alls voru fjórir einstaklingar stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Klukkan fimm í gær voru þrír aðilar handteknir grunaðir um þjófnað en málið var afgreitt með vettvangsskýrslu þar sem það var metið sem minniháttar.

Í Kópavogi barst lögreglu tilkynning um mann sem lá hreyfingalaus í götunni. Þegar lögregla kom á staðinn sagðist maðurinn vera að leggja sig og bað um leiðbeiningar að íþróttavöruverslun. Að sögn lögreglu virtist maðurinn ekki vera ölvaður og var honum leiðbeint hvernig hann kæmist í verslunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×