Innlent

Ingvar Lund­berg í Súellen látinn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ingvar Lundberg er látinn.
Ingvar Lundberg er látinn. Mynd fengin af Facebooksíðu hljómsveitarinnar Súellen

Ingvar Lundberg, hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sveitarinnar á Facebook.

Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar segir: 

„Besti og ljúfasti vinur okkar og förunautur, Ingvar Lundberg hljómborðsleikari í Súellen er látinn. Hversu ósanngjarnt og ömurlegt. Sorg og söknuður umlykur allt. Það er erfitt að ná utan um að þessum góða dreng hafi verið gert að fara svona snemma.

Ingvar auðgaði líf fólks sem í kring um hann var, hlustaði og gaf, dillandi hláturinn, hrókur alls fagnaðar, dásamlega skemmtilegur, gáfaður í meira lagi og ekki síst einstakur tónlistarmaður og kvikmyndahljóðhönnuður. Arfleifð Ingvars er merkileg og dýrmæt, meira um það síðar.

Við sendum fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Súellen“

Ingvar er tilnefndur til Edduverðlauna í flokknum „hljóð ársins“ fyrir kvikmyndina Dýrið ásamt Birni Viktorssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×