Jesus: Kom til Arsenal til að vinna bikara Atli Arason skrifar 9. júlí 2022 22:45 Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal. Getty Images Nýjasta viðbót Arsenal, Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus, er staðráðinn í því að lyfta að minnsta kosti einum titli með Arsenal í lok næsta tímabils. Jesus kom til Arsenal frá Manchester City fyrr í sumar fyrir 45 milljónir punda. Jesus, sem er 25 ára gamall, þekkir það nokkuð vel að vinna bikara. Jesus kom til Englands frá Brasilíu árið 2017 og á síðustu fimm árum hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, þrisvar sinnum hefur hann lyft deildarbikarnum og einu sinni staðið uppi sem sigurvegari í FA bikarkeppninni. „Í lok tímabils þá vil ég vinna eitthvað. Allir hjá Arsenal vilja þetta sama, vinna bikara. Það er eina leiðin fyrir mig til að skrá mig í sögubækurnar hjá þessu stóra félagi,“ sagði Gabriel Jesus í viðtali við Goal.com. „Þetta er stór klúbbur sem er með stórt verkefni í gangi. Þegar Edu [yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal] útskýrði fyrir mér hvað félagið vill gera í framtíðinni þá varð ég mjög spenntur fyrir því að koma til Arsenal af því að ég er mjög hrifinn af þessu verkefni sem er í gangi,“ bætti Jesus við sem sagðist 100% staðráðinn í að skipta yfir til Arsenal eftir að hafa átt samtal við knattspyrnustjóra liðsins, Mikel Arteta. „Ég hef unnið áður með Mikel [Arteta] og þekki hans hugsjónir aðeins. Ég veit hvernig hann vill spila fótbolta. Ég held að aðferðir hans eru svipaðar og aðferðir Pep Guardiola og það hentar mér.“ „Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn hérna og margir ungir leikmenn eins og ég. Við erum allir saman í þessu, eins og fjölskylda. Við eigum eftir að spila vel og æfa vel. Í lok tímabils er ég viss um að við munum vinna eitthvað,“ sagði Gabriel Jesus. Jesus byrjar tíma sinn hjá Arsenal af krafti en það tók hann ekki nema 85 sekúndur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið, í æfingarleik gegn Nurnberg í gær. Jesus skoraði tvö mörk í leiknum. Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Jesus, sem er 25 ára gamall, þekkir það nokkuð vel að vinna bikara. Jesus kom til Englands frá Brasilíu árið 2017 og á síðustu fimm árum hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, þrisvar sinnum hefur hann lyft deildarbikarnum og einu sinni staðið uppi sem sigurvegari í FA bikarkeppninni. „Í lok tímabils þá vil ég vinna eitthvað. Allir hjá Arsenal vilja þetta sama, vinna bikara. Það er eina leiðin fyrir mig til að skrá mig í sögubækurnar hjá þessu stóra félagi,“ sagði Gabriel Jesus í viðtali við Goal.com. „Þetta er stór klúbbur sem er með stórt verkefni í gangi. Þegar Edu [yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal] útskýrði fyrir mér hvað félagið vill gera í framtíðinni þá varð ég mjög spenntur fyrir því að koma til Arsenal af því að ég er mjög hrifinn af þessu verkefni sem er í gangi,“ bætti Jesus við sem sagðist 100% staðráðinn í að skipta yfir til Arsenal eftir að hafa átt samtal við knattspyrnustjóra liðsins, Mikel Arteta. „Ég hef unnið áður með Mikel [Arteta] og þekki hans hugsjónir aðeins. Ég veit hvernig hann vill spila fótbolta. Ég held að aðferðir hans eru svipaðar og aðferðir Pep Guardiola og það hentar mér.“ „Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn hérna og margir ungir leikmenn eins og ég. Við erum allir saman í þessu, eins og fjölskylda. Við eigum eftir að spila vel og æfa vel. Í lok tímabils er ég viss um að við munum vinna eitthvað,“ sagði Gabriel Jesus. Jesus byrjar tíma sinn hjá Arsenal af krafti en það tók hann ekki nema 85 sekúndur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið, í æfingarleik gegn Nurnberg í gær. Jesus skoraði tvö mörk í leiknum.
Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira