Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júlí 2022 14:31 Frá viðureign Real Madrid og Barcelona á síðasta keppnistímabili. GettyImages Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki? Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Áhugamönnum um fótbolta er enn í fersku minni þegar 12 af stærstu félögum Evrópu tilkynntu í apríl í fyrra að þau ætluðu að stofna Ofurdeild Evrópu í fótbolta. Og að enginn fengi að vera með nema þau. Þetta féll í svo grýttan jarðveg að á innan við tveimur sólarhringum voru fótboltaáhugamenn búnir að jarða hugmyndina. Eða það héldu menn. Vilja enn stofna Ofurdeild Evrópu En það er ekki alveg svo. Þrjú félög hafa ekki gefið Ofurdeildina upp á bátinn, Real Madrid, Barcelona og Juventus. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, brást hart við, og hefur m.a.s. samþykkt sérstök viðurlög gagnvart félögum sem stofna til mótahalds sem er í blóra við sambandið. Lið sem taka þátt í slíkum mótum eiga á hættu að verða útilokuð frá öllum mótum í 3 ár, auk þess sem klúbbarnir verða sektaðir um tugi eða hundruð milljóna króna. Þessi þrjú risalið á Spáni og Ítalíu hafa nú stefnt UEFA og á morgun og þriðjudag tekur Evrópudómstóllinn mál þeirra fyrir. Telja einokun UEFA andstæða lögum Félögin telja að það sé andstætt evrópskum vinnurétti að samband á borð við Knattspyrnusamband Evrópu geti haft einkarétt á mótahaldi í heilli íþróttagrein í heilli heimsálfu. Í engri annarri atvinnugrein í Evrópu sé slík einokun og hefting á atvinnufrelsi heimiluð. Af þessu tilefni skrifuðu níu málsmetandi fræðimenn og prófessorar í lögfræði frá Spáni og Ítalíu opið bréf í spænska blaðið El País fyrir helgi þar sem þeir færa rök fyrir því að Evrópudómstóllinn geti með engu móti fallist á einkarétt UEFA til að standa fyrir og skipuleggja mót í Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins tryggi frjálsa samkeppni, þar af leiðandi hafi UEFA enga heimild til að beita refsiákvæðum af nokkru tagi gagnvart hverjum þeim sem skipuleggja vilji mótahald utan við ramma Evrópska knattspyrnusambandsins. Einokun sé ekki aðeins bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins, hún sé einnig illa séð. Afdrifaríkur úrskurður Úrskurður Evrópudómstólsins kann að verða afdrifaríkur fyrir framtíð mótahalds í Evrópu. Hins vegar stendur þá eftir spurningin: Hversu vænlegt er það til árangurs að stofna til Ofurdeildar í blóra og óþökk alls þorra þeirra sem fylgjast með og borga sig inn á fótboltaleiki?
Fótbolti Tengdar fréttir Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01 „Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01 Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46 Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01 Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild. 27. september 2021 23:01
„Ofurdeildarliðin eru eins og lítil börn“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, heldur áfram að skjóta föstum skotum í átt að Ofurdeildarliðunum Barcelona, Real Madrid og Juventus. 12. júní 2021 08:01
Ensku félögin fengu sekt fyrir þátttökuna í ofurdeildinni Ensku félögin sex sem ætluðu að taka þátt í ofurdeildinni svokölluðu voru sektuð um samtals tuttugu milljónir punda af ensku úrvalsdeildinni. 9. júní 2021 11:46
Segja að Barcelona, Real Madrid og Juventus verði rekin úr Meistaradeildinni Barcelona, Real Madrid og Juventus verður hent út úr Meistaradeild Evrópu. Þetta segja ítalskir fjölmiðlar. 2. júní 2021 08:01
Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. 28. maí 2021 13:01
Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00