Fótbolti

Þjóðin bregst við lands­leiknum á Twitter | „Hlakka til að sjá sigur í næsta leik“

Atli Arason skrifar
Nafn Sveindísar Jane kom oft fyrir á Twitter í kvöld
Nafn Sveindísar Jane kom oft fyrir á Twitter í kvöld Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á EM 2022. Samfélagsmiðillinn Twitter var líflegur eins og svo oft áður bæði fyrir og eftir upphafsflautið.

Það var mikill spenna og eftirvænting fyrir fyrsta leik Íslands á EM 2022. Margir Íslendingar fóru með og fylgdu liðinu til Manchester.

Ísland fékk vítaspyrnu þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir tók spyrnuna en Nicky Evard varði spyrnu Berglindar.

Berglind var þó ekki lengi að bæta upp fyrir vítaklúðrið þegar hún skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 eftir frábæra fyrirgjöf frá Karólínu Leu. Fagnaðarlæti landsliðsþjálfarans vöktu sérstaka athygli.

Belgar fengu svo vítaspyrnu á 65. mínútu þegar Gunnhildur Yrsa brýtur á Elenu Dhont. Justine Vanhaevermaet skoraði úr vítaspyrnunni framhjá Söndru í markinu.

Lokatölur í Manchester voru 1-1. Viðbrögð landsmanna eftir leikslok voru misjöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×