Gunnhildur Yrsa: „Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:48 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni í leik dagsins. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM sem fram fer á Englandi. Gunnhildur fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik sem skilaði Belgum jöfnunarmarkinu. „Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
„Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira