Sport

Fjölnir og Hafna- og Mjúk­bolga­fé­lag Reykja­víkur Ís­lands­meistarar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistaralið Fjölnis og lið Víkings.
Íslandsmeistaralið Fjölnis og lið Víkings. Tennissamband Íslands

Um helgina var keppt í liðakeppni á Íslandsmótinu í tennis á Víkingsvelli í Reykjavík. Fór það svo að Fjölnir vann í meistaraflokki kvenna og Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur í meistaraflokki karla.

Í úrslitaleiknum kvennamegin mættust Fjölnir og Víkingur. Lið Fjölnis skipuðu þær Irka Cacicedo Jaroszynski og Saule Zukauskaite en í liði Víkings voru þær Kristín Hannesdóttir og Garima Kalugade. Fór Fjölnir með 2-1 sigur af hólmi og Íslandsmeistaratitillinn þeirra í ár.

Í karlaflokki var úrslitaleikurinn ekki jafn spennandi en Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur vann öruggan 3-0 sigur á Víking. Lið Hafna- og Mjúkboltafélagsins skipa þeir Rafn Kumar Bonifacius og Sigurbjartur Sturla Atlason en í liði Víkings voru Raj K. Bonifacius (faðir Rafns) og Rúrik Vatnarsson.

Íslandsmeistarar Hafna- og Mjúkboltafélags Íslands.Tennissamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×