Sektaður um 323 milljónir króna vegna skattalagabrots Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2022 13:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Að auki var honum gert að greiða 323 milljóna króna sekt vegna brotsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent Fleiri fréttir Sendi símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent Fleiri fréttir Sendi símanúmer og heimilisfang Ólafar á aðstoðarmann Ásthildar í textaskilaboðum Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Sjá meira