Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2022 11:49 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. AP/Rodrigo Reyes Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. Með ríkisstjórnarflokknum Komeito eru þeir með meirihluta í báðum deildum þingsins og gætu mögulega náð fram stjórnarskrárbreytingum sem snúa meðal annars að því að fella niður takmarkanir á herafla Japans. Eins og fram kemur í frétt Reuters eru þrjú ár í næstu kosningar í Japan og Kishida er því með nokkuð mikinn tíma til að ná markmiðum sínum og tryggja framgöngu stefnumála sinna. Forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi í morgun að hann myndi taka upp mál sem Abe hefði ekki náð að klára, eins og það að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. AP fréttaveitan segir að tveir stjórnarandstöðuflokkar séu hlynntir breytingum á stjórnarskránni og með stuðningi þeirra hafi Kishida tvo þriðju þingmanna með sér í liði í báðum deildum þingsins. Ráðamenn í Japan hafa á undanförnum árum ítrekað lýst yfir áhyggjum af auknum umsvifum Kína í Asíu og Kyrrahafinu og vopnatilraunum í Norður-Kóreu. Japanir hafa gert varnarsáttmála við bæði Ástrala og Bandaríkjamenn og hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kína innrás í eyríkið. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Fjárútlát til varnarmála í Japan hafa aukist töluvert á undanförnum árum. Frá seinni heimsstyrjöldinni hefur herafli Japans verið kallaður Heimavarnarlið Japans eða SDF. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir stríðið, meinar SDF að eiga í átökum í flestum tilfellum. Japan Hernaður Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Með ríkisstjórnarflokknum Komeito eru þeir með meirihluta í báðum deildum þingsins og gætu mögulega náð fram stjórnarskrárbreytingum sem snúa meðal annars að því að fella niður takmarkanir á herafla Japans. Eins og fram kemur í frétt Reuters eru þrjú ár í næstu kosningar í Japan og Kishida er því með nokkuð mikinn tíma til að ná markmiðum sínum og tryggja framgöngu stefnumála sinna. Forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi í morgun að hann myndi taka upp mál sem Abe hefði ekki náð að klára, eins og það að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. AP fréttaveitan segir að tveir stjórnarandstöðuflokkar séu hlynntir breytingum á stjórnarskránni og með stuðningi þeirra hafi Kishida tvo þriðju þingmanna með sér í liði í báðum deildum þingsins. Ráðamenn í Japan hafa á undanförnum árum ítrekað lýst yfir áhyggjum af auknum umsvifum Kína í Asíu og Kyrrahafinu og vopnatilraunum í Norður-Kóreu. Japanir hafa gert varnarsáttmála við bæði Ástrala og Bandaríkjamenn og hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kína innrás í eyríkið. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Fjárútlát til varnarmála í Japan hafa aukist töluvert á undanförnum árum. Frá seinni heimsstyrjöldinni hefur herafli Japans verið kallaður Heimavarnarlið Japans eða SDF. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir stríðið, meinar SDF að eiga í átökum í flestum tilfellum.
Japan Hernaður Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira