Erlent

Þúsundir safnast saman í Tókýó til að fylgjast með útför Abe

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikill mannfjöldi hefur safnast saman í Tókýó til að heiðra minningu Abe.
Mikill mannfjöldi hefur safnast saman í Tókýó til að heiðra minningu Abe. epa/Christopher Jue

Þúsundir syrgjenda eru nú samankomnir í Tókýó til að fylgjast með útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, sem skotinn var til bana á dögunum.

Útförin sjálf, sem er ekki opinber, fer fram í Zojoji musterinu í borginni. Þangað var aðeins nánustu vinum og ættingjum boðið en að henni lokinni verður líkfylgd í gegnum miðbæ Tókýó. 

Líkfylgdin mun fara framhjá nokkrum stöðum sem voru mikilvægir Abe, eins og þinghúsinu þar sem hann starfaði sem þingmaður frá árinu 1993, og skrifstofu forsætisráðherra Japans. 

Abe var sá forsætisráðherra Japana sem gengdi embættinu lengst og einn af áhrifamestu stjórnmálaleiðtogum landsins frá stríðslokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×