Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 12:00 Víkingur tekur á móti Malmö í dag. Þeir hafa ekki enn tapað Evrópuleik á Heimavelli Hamingjunnar á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. Þegar Víkingar drógust gegn Malmö var ekki búist við miklu af Íslands- og bikarmeisturunum enda íslensk lið ekki riðið feitum hesti í Evrópu undanfarin ár. Það sannaðist þegar Víkingar þurftu að fara í forkeppni fyrir undankeppnina. Þar kláruðu lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar Levadia Tallinn frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Eftir þá tvo sigra var komið að Malmö. Víkingar fjölmenntu á Elada-völlinn í Malmö og þá lét einnig fjöldi Íslendinga sem búsettir eru í Svíþjóð og Danmörku sjá sig þó svo að þeir styðji önnur félög. Það er nefnilega þannig að sem stendur er Víkingar liðið okkar allra í Meistaradeild Evrópu. Því betri árangri sem þeir ná, því meiri möguleikar eru að Besta deildin fái fjórða Evrópusætið sem leiðir af sér meira fjármagn inn í deildina. Hér má sjá stöðu neðstu þjóða á UEFA ranking listanum. Fimm neðstu þjóðirnar að Liechtestein frátöldum fá aðeins 3 sæti í keppnunum árið 2024. Við eru því enn "fyrir neðan strik" en höfum samt náð fleiri stigum en árin 2019 og 2020. Það góða er að engin þjóð í neðri hlutanum 1/3 pic.twitter.com/TawQs0PO2N— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) July 7, 2022 Víkingar stóðu sig með prýði í Svíþjóð þrátt fyrir að mótlætið hafi verið mikið. Hlutlaust mat blaðamanns er að dómgæslan hafi hallað á Víkinga snemma leiks. Þó svo að dómarastéttin geti grafið upp regluverk sem segja það vera „ögrun“ að setja fingur upp að vörum sínum þá var síðara gula spjaldið á Kristal Mána Ingason vafasamt í besta falli. Sérstaklega ef horft er til þess að hann fékk fyrra spjaldið fyrir að dýfa sér þegar hann var í raun sparkaður niður. Það er hins vegar eins og áður sagði allt galopið fyrir leik kvöldsins. Vissulega verða Víkingar án síns besta manns en liðið er vel mannað og takist þeim að halda gestunum í skefjum framan af leik er allt hægt. Víkingar geta vel skorað tvö mörk á heimavelli hamingjunnar en stóra spurningin er hvort liðið geti haldið marki sínu hreinu. Það er vonandi að leikmenn láti ekki tilefnið bera sig ofurliði en Arnar Gunnlaugsson talaði á blaðamannafundi í gær, mánudag, um að leikurinn væri einn sá stærsti í sögu Víkings. „Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu.“ Þá tók hann fram að pressan á Malmö væri töluvert meiri en Víkingum fyrir leik kvöldsins. „Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Miloš Milojević, þjálfari Malmö, þekkir vel til á Íslandi en hann þjálfaði Víking um árabil eftir að hafa spilað með liðinu og verið aðstoðarþjálfari þess þar á undan. Hann segir Ísland vera sitt annað heimili en alls bjó þessi 39 ára gamli Serbi hér á landi í 11 ár. Um leikinn hafði Milos þetta að segja: „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera,“ bætti hann svo við. Leikur Víkings og Malmö verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.30 en útsending hefst stundarfjórðungi fyrr, klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þegar Víkingar drógust gegn Malmö var ekki búist við miklu af Íslands- og bikarmeisturunum enda íslensk lið ekki riðið feitum hesti í Evrópu undanfarin ár. Það sannaðist þegar Víkingar þurftu að fara í forkeppni fyrir undankeppnina. Þar kláruðu lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar Levadia Tallinn frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Eftir þá tvo sigra var komið að Malmö. Víkingar fjölmenntu á Elada-völlinn í Malmö og þá lét einnig fjöldi Íslendinga sem búsettir eru í Svíþjóð og Danmörku sjá sig þó svo að þeir styðji önnur félög. Það er nefnilega þannig að sem stendur er Víkingar liðið okkar allra í Meistaradeild Evrópu. Því betri árangri sem þeir ná, því meiri möguleikar eru að Besta deildin fái fjórða Evrópusætið sem leiðir af sér meira fjármagn inn í deildina. Hér má sjá stöðu neðstu þjóða á UEFA ranking listanum. Fimm neðstu þjóðirnar að Liechtestein frátöldum fá aðeins 3 sæti í keppnunum árið 2024. Við eru því enn "fyrir neðan strik" en höfum samt náð fleiri stigum en árin 2019 og 2020. Það góða er að engin þjóð í neðri hlutanum 1/3 pic.twitter.com/TawQs0PO2N— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) July 7, 2022 Víkingar stóðu sig með prýði í Svíþjóð þrátt fyrir að mótlætið hafi verið mikið. Hlutlaust mat blaðamanns er að dómgæslan hafi hallað á Víkinga snemma leiks. Þó svo að dómarastéttin geti grafið upp regluverk sem segja það vera „ögrun“ að setja fingur upp að vörum sínum þá var síðara gula spjaldið á Kristal Mána Ingason vafasamt í besta falli. Sérstaklega ef horft er til þess að hann fékk fyrra spjaldið fyrir að dýfa sér þegar hann var í raun sparkaður niður. Það er hins vegar eins og áður sagði allt galopið fyrir leik kvöldsins. Vissulega verða Víkingar án síns besta manns en liðið er vel mannað og takist þeim að halda gestunum í skefjum framan af leik er allt hægt. Víkingar geta vel skorað tvö mörk á heimavelli hamingjunnar en stóra spurningin er hvort liðið geti haldið marki sínu hreinu. Það er vonandi að leikmenn láti ekki tilefnið bera sig ofurliði en Arnar Gunnlaugsson talaði á blaðamannafundi í gær, mánudag, um að leikurinn væri einn sá stærsti í sögu Víkings. „Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu.“ Þá tók hann fram að pressan á Malmö væri töluvert meiri en Víkingum fyrir leik kvöldsins. „Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Miloš Milojević, þjálfari Malmö, þekkir vel til á Íslandi en hann þjálfaði Víking um árabil eftir að hafa spilað með liðinu og verið aðstoðarþjálfari þess þar á undan. Hann segir Ísland vera sitt annað heimili en alls bjó þessi 39 ára gamli Serbi hér á landi í 11 ár. Um leikinn hafði Milos þetta að segja: „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera,“ bætti hann svo við. Leikur Víkings og Malmö verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.30 en útsending hefst stundarfjórðungi fyrr, klukkan 19.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira