Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 10:02 Kórónuveirufaraldurinn er hvergi nærri yfirstaðinn og talið er að einn af hverjum 25 Bretum sé smitaður um þessar mundir. epa/Facundo Arrizabalaga Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira