Flogið verður í hverri viku á tímabilinu á milli Frankfurt- og Akureyrarflugvallar og Frankfurt- og Egilsstaðaflugvallar. Hægt er að bóka flugferðir á vef flugfélagsins.
Í fréttatilkynningu er haft eftir Ralf Teckentrup, framkvæmdastjóra Condor, „við hlökkum til að bjóða viðskiptavinum okkar að uppgötva þennan fjölbreytta og fallega áfangastað. Með tengingu til Akureyrar og Egilsstaða erum við að bregðast við eftirspurn frá fjölmörgum ferðaþjónustuaðilum sem bjóða upp á ferðir á Norður- og Austurlandi.“
Flugfélagið flýgur með ríflega níu milljónir farþega árlega.