Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 12:00 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa reyna að kúga Vesturlönd til að láta af refsiaðgerðum gegn þeim með því að koma í veg fyrir útflutning á korni frá Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. Íbúar fyrir framan ónýtt fjölbýlishús í borginni Severodonetskyrir sem Rússar náðu á sitt vald og nú er sögð tilheyra hinu svo kallaða Alþýðulýðveldi Luhansk. Þrátt fyrir yfirgnæfandi sönnunargögn þræta Rússar stöðugt fyrir að þeir ráðist á óbreytta borgara.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir í einkaviðtali við AP fréttastofuna að einu skilyrði Úkraínu fyrir friðarviðræðum við Rússa séu að þeir láti af hernaði sínum í landinu. Rússar sýni hins vegar engan áhuga á því. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir kornútflutning ekki geta hafist fyrr en öryggi skipafélaga, eigenda korns og Úkraínu verði tryggt. Vandamálið sé að enginn treysti yfirlýsingum Rússa.AP/Andrew Kravchenko „Rússneska sambandsríkið segir aftur á móti að friður komist ekki á fyrr en Úkraínumenn gangi að afarkostum Rússa. Þannig virka samningaviðræður ekki. Við erum að berjast fyrir frelsi okkar, landfræðilegum yfirráðum og viljum frið," sagði Kuleba. Rússar sýni hins vegar engin merki um stöðvun átaka og sækist ekki einlæglega eftir friði. „þeir leita leiða til að fá okkur til að ganga að afarkostum þeirra en það mun ekki gerast,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn væru að skipuleggja og undirbúa algera frelsun hertekinna svæða. Til að það megi verða þurfi vinaríki að hraða vopnasendingum til Úkraínu. Reykur frá hörðum bardögum hersveita Rússa og Úkraínumanna skammt frá kornakri í Dnipropetrovsk héraði.AP/Efrem Lukatsky „Margir vinna að því að hraða vopnasendingum. Við kunnum vel að meta allt það sem við höfum fengið. En eins lengi og það dugar ekki til munum við biðja um meira,“ sagði Kuleba. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutning Úkraínu á rúmlega tuttugu milljónum tonna af korni sem aðallega er ætlað þróunarríkjum og hafa stolið þúsundum tonna af Úkraínumönnum. Kuleba segir mikilvægt að tryggja öryggi skipasiglinga um Svartahaf . Andriy Zubko kornbóndi í Donetsk héraði skoðar kornakur sinn. Rússar reyna nú að ná þeim helmingi héraðsins sem Úkraínumenn ráða enn yfir á sitt vald.AP/Efrem Lukatsky Til þess þurfi það eyða því mikla vantrausti sem allir hafi í garð Rússa, því hvorki skipafélög né aðrir treysti því að þeir ráðist ekki á skipin. Rússar fullyrði að refsiaðgerðir Vesturlanda komi í veg fyrir útflutning þeirra sjálfra á korni en það sé alrangt. „Rússar eru að reyna að fá refsiaðgerðir sem tengjast ekki útflutningi á korni felldar niður. Það er það kaldrifjaða í málinu; að þeir spila út hungurspilinu og stefna þar með lífi milljóna manna í Afríku og Asíu í hættu. Einfaldlega vegna þess að þeir vilja knýja Vesturlönd til að aflétta refsiaðgerðum þeirra," segir Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Íbúar fyrir framan ónýtt fjölbýlishús í borginni Severodonetskyrir sem Rússar náðu á sitt vald og nú er sögð tilheyra hinu svo kallaða Alþýðulýðveldi Luhansk. Þrátt fyrir yfirgnæfandi sönnunargögn þræta Rússar stöðugt fyrir að þeir ráðist á óbreytta borgara.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir í einkaviðtali við AP fréttastofuna að einu skilyrði Úkraínu fyrir friðarviðræðum við Rússa séu að þeir láti af hernaði sínum í landinu. Rússar sýni hins vegar engan áhuga á því. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir kornútflutning ekki geta hafist fyrr en öryggi skipafélaga, eigenda korns og Úkraínu verði tryggt. Vandamálið sé að enginn treysti yfirlýsingum Rússa.AP/Andrew Kravchenko „Rússneska sambandsríkið segir aftur á móti að friður komist ekki á fyrr en Úkraínumenn gangi að afarkostum Rússa. Þannig virka samningaviðræður ekki. Við erum að berjast fyrir frelsi okkar, landfræðilegum yfirráðum og viljum frið," sagði Kuleba. Rússar sýni hins vegar engin merki um stöðvun átaka og sækist ekki einlæglega eftir friði. „þeir leita leiða til að fá okkur til að ganga að afarkostum þeirra en það mun ekki gerast,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn væru að skipuleggja og undirbúa algera frelsun hertekinna svæða. Til að það megi verða þurfi vinaríki að hraða vopnasendingum til Úkraínu. Reykur frá hörðum bardögum hersveita Rússa og Úkraínumanna skammt frá kornakri í Dnipropetrovsk héraði.AP/Efrem Lukatsky „Margir vinna að því að hraða vopnasendingum. Við kunnum vel að meta allt það sem við höfum fengið. En eins lengi og það dugar ekki til munum við biðja um meira,“ sagði Kuleba. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutning Úkraínu á rúmlega tuttugu milljónum tonna af korni sem aðallega er ætlað þróunarríkjum og hafa stolið þúsundum tonna af Úkraínumönnum. Kuleba segir mikilvægt að tryggja öryggi skipasiglinga um Svartahaf . Andriy Zubko kornbóndi í Donetsk héraði skoðar kornakur sinn. Rússar reyna nú að ná þeim helmingi héraðsins sem Úkraínumenn ráða enn yfir á sitt vald.AP/Efrem Lukatsky Til þess þurfi það eyða því mikla vantrausti sem allir hafi í garð Rússa, því hvorki skipafélög né aðrir treysti því að þeir ráðist ekki á skipin. Rússar fullyrði að refsiaðgerðir Vesturlanda komi í veg fyrir útflutning þeirra sjálfra á korni en það sé alrangt. „Rússar eru að reyna að fá refsiaðgerðir sem tengjast ekki útflutningi á korni felldar niður. Það er það kaldrifjaða í málinu; að þeir spila út hungurspilinu og stefna þar með lífi milljóna manna í Afríku og Asíu í hættu. Einfaldlega vegna þess að þeir vilja knýja Vesturlönd til að aflétta refsiaðgerðum þeirra," segir Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21
Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. 12. júlí 2022 12:01