Erlent

Frönsk yfir­völd stað­festa tengsl ristil­krabba­meins og nít­rata í unnum kjöt­vörum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Unnin kjötvara er vinsæl víðsvegar.
Unnin kjötvara er vinsæl víðsvegar. Getty/Glasshouse Images

Frönsk yfirvöld hafa staðfest skaðsemi nítrata í unnum kjötvörum og tengsl þeirra við ristilkrabbamein. Matvælaöryggisyfirvöld í Frakklandi (ANSES) hafa hvatt til þess að neysla nítrata verði takmörkuð en nítrötin lengja líftíma ýmissa matvæla.

Þetta er mikið högg fyrir Frakka enda er Frakkland einn stærsti framleiðandi unna kjötvara. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian.

Yfirvöldin segja mikilvægt að öryggi neytenda verði áfram tryggt og notkun nítrata verði takmörkuð við aðeins hið nauðsynlega. Minnkuð notkun nítrata geti haft í för með sér auknar líkur á sperðileitrun, salmonellu og listeríu en reynt verði að koma í veg fyrir það með því að til dæmis stytta neyslutíma á pakkningum.

Viðvörunin vegna neyslu nítrata á ekki aðeins við um franskan varning heldur einnig bandarískan, þýskan og spænskan ásamt fleiru.

Tilkynningu ANSES má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×