Stefna á að geta fargað þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2022 23:02 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend Íslenska kolefnisbindifyrirtækið Carbfix hefur fengið sextán milljarða króna styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Fjármununum verður varið í uppbyggingu stöðvar sem mun taka á móti og farga koltvísýringi frá öðru löndum. Stefnt er að því að stöðin nái fullum afköstum eftir tíu ár. Stöðin verður staðsett í Straumsvík og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hennar geti hafist árið 2026. Þá verði hægt að farga hálfri milljón tonna af koltvísýringi á ári. Hámarksafköstum verði náð árið 2031. Þá verði mögulegt að farga þremur milljónum tonna á ári. Það jafngildir um 65 prósent af heildarlosun Íslands árið 2019. Í höfninni við Straumsvík verður koltvísýringnum dælt á tanka, þaðan í lagnir út í basalthraunið skammt frá, þar sem honum verður dælt niður í sérútbúnar holur. Þar á koltvísýringurinn að steingerast á um tveimur árum. Fyrirtækið horfir til þess að farga kolefni frá löndunum næst Íslandi. Það er að segja, Skandinavíu, Bretland og fleiri lönd í norðurhluta Evrópu. „Við erum í samtali við aðila sem eru að undirbúa föngun á koldíoxíði í sinni starfsemi. Það eru ólíkir aðilar sem koma til greina, en það er hluti af vinnunni sem er í gangi að loka samningum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Mikill áhugi fjárfesta Styrkurinn frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandins, sem er fjármagnaður með sölu á losunarheimildum, mun fjármagna um þriðjung verkefnisins. „Hugmyndin er að fjárfestar taki þátt í að fjármagna rest, alþjóðlegir og innlendir. Við erum bara í ferli með það og höfum stofnað sérstakt verkefnafélag utan um starfsemina, og það verður þá fjármagnað með þessum hætti,“ segir Edda. Þannig að það verður ekkert vandamál að fá fjármagn í verkefnið? „Áhuginn er gríðarlega mikill. En við þurfum auðvitað að landa samningum og koma ákveðnum þáttum verkefnisins eilítið lengra, áður en við ljúkum því skrefi.“ Edda telur að verkefnið feli í sér mikil tækifæri fyrir Ísland, sem hafi verið leiðandi í að fanga og farga koltvísýringi. „Þetta festir okkur auðvitað bara enn betur í þeim sessi og sýnir auðvitað líka bara hvaða tækifæri felast í því að markvisst byggja upp hugvit og hugverkaiðnað hér á landi. Þannig að við sjáum bara fram á mikil tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf.“ Hér má sjá hvernig stöðin kemur til með að líta út. Gráleitu kúlurnar marka holurnar þar sem koltvísýringnum verður dælt ofan í jörðina, þar sem hann steingerist á um tveimur árum.Vísir/Vilhelm Í sjónvarpsfréttinni sem má sjá hér að ofan var sagt að stöðin ætti að ná hámarksafköstum árið 2032. Hið rétta er að það á að gerast ári fyrr, árið 2031. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stöðin verður staðsett í Straumsvík og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hennar geti hafist árið 2026. Þá verði hægt að farga hálfri milljón tonna af koltvísýringi á ári. Hámarksafköstum verði náð árið 2031. Þá verði mögulegt að farga þremur milljónum tonna á ári. Það jafngildir um 65 prósent af heildarlosun Íslands árið 2019. Í höfninni við Straumsvík verður koltvísýringnum dælt á tanka, þaðan í lagnir út í basalthraunið skammt frá, þar sem honum verður dælt niður í sérútbúnar holur. Þar á koltvísýringurinn að steingerast á um tveimur árum. Fyrirtækið horfir til þess að farga kolefni frá löndunum næst Íslandi. Það er að segja, Skandinavíu, Bretland og fleiri lönd í norðurhluta Evrópu. „Við erum í samtali við aðila sem eru að undirbúa föngun á koldíoxíði í sinni starfsemi. Það eru ólíkir aðilar sem koma til greina, en það er hluti af vinnunni sem er í gangi að loka samningum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Mikill áhugi fjárfesta Styrkurinn frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandins, sem er fjármagnaður með sölu á losunarheimildum, mun fjármagna um þriðjung verkefnisins. „Hugmyndin er að fjárfestar taki þátt í að fjármagna rest, alþjóðlegir og innlendir. Við erum bara í ferli með það og höfum stofnað sérstakt verkefnafélag utan um starfsemina, og það verður þá fjármagnað með þessum hætti,“ segir Edda. Þannig að það verður ekkert vandamál að fá fjármagn í verkefnið? „Áhuginn er gríðarlega mikill. En við þurfum auðvitað að landa samningum og koma ákveðnum þáttum verkefnisins eilítið lengra, áður en við ljúkum því skrefi.“ Edda telur að verkefnið feli í sér mikil tækifæri fyrir Ísland, sem hafi verið leiðandi í að fanga og farga koltvísýringi. „Þetta festir okkur auðvitað bara enn betur í þeim sessi og sýnir auðvitað líka bara hvaða tækifæri felast í því að markvisst byggja upp hugvit og hugverkaiðnað hér á landi. Þannig að við sjáum bara fram á mikil tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf.“ Hér má sjá hvernig stöðin kemur til með að líta út. Gráleitu kúlurnar marka holurnar þar sem koltvísýringnum verður dælt ofan í jörðina, þar sem hann steingerist á um tveimur árum.Vísir/Vilhelm Í sjónvarpsfréttinni sem má sjá hér að ofan var sagt að stöðin ætti að ná hámarksafköstum árið 2032. Hið rétta er að það á að gerast ári fyrr, árið 2031.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira