Klopp telur að titilbaráttan á næsta ári verði ekki bara á milli Liverpool og City Atli Arason skrifar 14. júlí 2022 07:30 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það af og frá að Liverpool og Manchester City séu einu tvö liðin sem munu skara frammúr í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00