Erlent

Á­kærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku sem fékk ekki að fara í þungunar­rof

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gershon Fuentes var handtekinn í Columbus í Ohio á þriðjudag.
Gershon Fuentes var handtekinn í Columbus í Ohio á þriðjudag.

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku í Ohio í Bandaríkjunum. Stúlkan varð þunguð eftir manninn og neyddist til að fara í þungunarrof í öðru ríki eftir að henni var meinaður aðgangur að því í Ohio. 

Þungunarrof í ríkinu voru bönnuð eftir sex vikna meðgöngu um leið og úrskurður Hæstaréttar í þungunarrofsmálum féll í síðasta mánuði. Engar undanþágur fást í tilviki nauðgunar eða sifjaspells. 

Mál stúlkunnar, sem var gengin sex vikur og þrjá daga, hefur vakið mikla reiði víða um heim. Joe Biden Bandaríkjaforseti vísaði til þess fyrir helgi þegar hann fordæmdi enn einu sinni úrskurð Hæstaréttar.

Maðurinn sem ákærður er heitir Gershon Fuentes og er 27 ára. Hann er frá Gvatemala og dvaldi ólöglega í Bandaríkjunum, samkvæmt heimildarmanni Fox news. Hann var handtekinn í íbúð í borginni Columbus á þriðjudag og er sagður hafa játað að hafa nauðgað stúlkunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×