Úr ójafnvægi í jafnvægi á húsnæðismarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 14. júlí 2022 11:01 Á þriðjudaginn kynnti ráðherra húsnæðismála, Sigurður Ingi Jóhannsson, sameiginlegt markmið og samkomulag milli beggja stjórnsýslustiga um aukið framboð af húsnæði næstu tíu árin. Hér er loks verið að stíga mikilvægt skref og í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér sérstakt samkomulag um stefnu og aðgerðir á húsnæðismarkaði svo tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúða fyrir alla hópa samfélagsins á samningstímanum. Það verði gert með því að 30% af heildaruppbyggingu næstu tíu ára skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5% félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á húsnæðismarkaði. Það munu því 35% uppbyggingarinnar njóta stuðnings hins opinbera í formi hlutdeildarlána, almenna húsnæðiskerfisins, stofnstyrkja og félagslegra íbúða sem HMS lánar til. Hér eru um að ræða metnaðarfullar aðgerðir inn í það verkefni að tryggja þá grunnþörf einstaklinga og fjölskyldna að búa við húsnæðisöryggi. 35 þúsund íbúðir um land allt á næstu tíu árum Samkomulagið byggir meðal annars á niðurstöðum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, en hópurinn skilaði nýverið af sér 28 tillögum í sjö málaflokkum. Við þurfum að minnka þær sveiflur sem verið hafa á markaði og ná fram stöðugleika. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við þörf. Niðurstaða þarfagreiningar sveitarfélaga í húsnæðisáætlunum sem er nauðsynlegt verkfæri til að meta þörfina, bæði til skemmri og lengri tíma, er að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun, tryggja nauðsynlegan stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nauðsynlegt að tryggja lóðir til uppbyggingar Nú þarf að láta verkin tala og tryggja nægt lóðaframboð um land allt svo hægt sé að byggja fjölbreytt húsnæði og svara þeirri þörf sem við sjáum að verður til staðar á næstu árum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hér þarf að fara saman skynsamleg þétting byggðar samhliða því að sveitarfélög hafi svigrúm til þess að brjóta nýtt land til uppbyggingar. Þétting byggðar er nauðsynleg og mikilvæg svo nýta megi betur alla innviði sem til staðar eru, svo sem götur og skóla. Jafnframt treystir þétting byggðar rekstrargrundvöll almenningssamgangna og samgöngukerfisins í heild. Þétting byggðar er hins vegar oft flókin í framkvæmd, hún er kostnaðarsöm og tekur tíma. Sú innviðauppbygging sem fylgir því að brjóta nýtt land og byggja ný hverfi er sveitarfélögum kostnaðarsöm, en slíkt er nú nauðsynlegt svo byggja megi hratt og vel ásamt því að ná settum markmiðum um fjölda hagkvæmra íbúða. Það er því gott að sjá að sveitarfélögin sjálf munu gera samninga við ríkið á grunni samkomulagsins þar sem fjárstuðningur kemur frá ríkinu til að tryggja lóðir og meðfylgjandi innviðauppbyggingu sem slíku fylgir. Það mun ásamt öðrum aðgerðum samkomulagsins tryggja að markmið uppbyggingar raungerist á samningstímanum. Brýnt að einfalda ferla Settar eru fram 24 skilgreindar aðgerðir í samkomulaginu og þær eru bæði góðar og metnaðarfullar. Það mikilvægasta þykir mér þó að ríki og sveitarfélög hafi nú sammælst um að endurskilgreina lögbundna ferla og verklag í skipulags og byggingarmálum er varða uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Það verði einn ferill um húsnæðisuppbyggingu. Þetta hefur hingað til verið of flókið og tekið of langan tíma. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér þær aðgerðir sem finna má í samkomulaginu og jafnframt sveitarfélög um land allt til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti ráðherra húsnæðismála, Sigurður Ingi Jóhannsson, sameiginlegt markmið og samkomulag milli beggja stjórnsýslustiga um aukið framboð af húsnæði næstu tíu árin. Hér er loks verið að stíga mikilvægt skref og í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér sérstakt samkomulag um stefnu og aðgerðir á húsnæðismarkaði svo tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúða fyrir alla hópa samfélagsins á samningstímanum. Það verði gert með því að 30% af heildaruppbyggingu næstu tíu ára skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5% félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á húsnæðismarkaði. Það munu því 35% uppbyggingarinnar njóta stuðnings hins opinbera í formi hlutdeildarlána, almenna húsnæðiskerfisins, stofnstyrkja og félagslegra íbúða sem HMS lánar til. Hér eru um að ræða metnaðarfullar aðgerðir inn í það verkefni að tryggja þá grunnþörf einstaklinga og fjölskyldna að búa við húsnæðisöryggi. 35 þúsund íbúðir um land allt á næstu tíu árum Samkomulagið byggir meðal annars á niðurstöðum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, en hópurinn skilaði nýverið af sér 28 tillögum í sjö málaflokkum. Við þurfum að minnka þær sveiflur sem verið hafa á markaði og ná fram stöðugleika. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við þörf. Niðurstaða þarfagreiningar sveitarfélaga í húsnæðisáætlunum sem er nauðsynlegt verkfæri til að meta þörfina, bæði til skemmri og lengri tíma, er að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun, tryggja nauðsynlegan stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nauðsynlegt að tryggja lóðir til uppbyggingar Nú þarf að láta verkin tala og tryggja nægt lóðaframboð um land allt svo hægt sé að byggja fjölbreytt húsnæði og svara þeirri þörf sem við sjáum að verður til staðar á næstu árum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hér þarf að fara saman skynsamleg þétting byggðar samhliða því að sveitarfélög hafi svigrúm til þess að brjóta nýtt land til uppbyggingar. Þétting byggðar er nauðsynleg og mikilvæg svo nýta megi betur alla innviði sem til staðar eru, svo sem götur og skóla. Jafnframt treystir þétting byggðar rekstrargrundvöll almenningssamgangna og samgöngukerfisins í heild. Þétting byggðar er hins vegar oft flókin í framkvæmd, hún er kostnaðarsöm og tekur tíma. Sú innviðauppbygging sem fylgir því að brjóta nýtt land og byggja ný hverfi er sveitarfélögum kostnaðarsöm, en slíkt er nú nauðsynlegt svo byggja megi hratt og vel ásamt því að ná settum markmiðum um fjölda hagkvæmra íbúða. Það er því gott að sjá að sveitarfélögin sjálf munu gera samninga við ríkið á grunni samkomulagsins þar sem fjárstuðningur kemur frá ríkinu til að tryggja lóðir og meðfylgjandi innviðauppbyggingu sem slíku fylgir. Það mun ásamt öðrum aðgerðum samkomulagsins tryggja að markmið uppbyggingar raungerist á samningstímanum. Brýnt að einfalda ferla Settar eru fram 24 skilgreindar aðgerðir í samkomulaginu og þær eru bæði góðar og metnaðarfullar. Það mikilvægasta þykir mér þó að ríki og sveitarfélög hafi nú sammælst um að endurskilgreina lögbundna ferla og verklag í skipulags og byggingarmálum er varða uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Það verði einn ferill um húsnæðisuppbyggingu. Þetta hefur hingað til verið of flókið og tekið of langan tíma. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér þær aðgerðir sem finna má í samkomulaginu og jafnframt sveitarfélög um land allt til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar