Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2022 16:06 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, er ekki enn búin að gefast upp þó Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segi ákvörðun sveitarfélagsins endanlega. Bylgjan Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls – hjólhýsaeigenda á Laugarvatni og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar mættu í Reykjavík Síðdegis á þriðjudag til að ræða ákvörðun Bláskógabyggðar um að neita hjólhýsabyggðinni um áframhaldandi veru á Laugarvatni. Hjólhýsabyggðin hefur verið við Laugarvatn í fimmtíu ár en allt lítur út fyrir að sögu hennar ljúki í ár. Brunavarnir ekki nægilega góðar Fyrsta spurning þáttastjórnenda til sveitarstjórans var „Hver er ástæðan fyrir því að þið viljið þessa byggð í burt?“ „Ástæðan fyrir því að það var ákveðið, fyrir rétt tæpum tveimur árum, að loka þessu svæði var sú að öryggismál voru ekki í lagi, einkum og sér það sem snýr að brunavörnum,“ sagði Ásta um lokun svæðisins. Hún segir að á liðnum árum hafi orðið nokkrir brunar en sem betur hafi farið vel í þau skipti en það hafi verið lukka sem réði því. Aðspurð hvort hefði verið hægt að bæta úr brunavörnum sagði Ásta það hefði verið hægt með því að „rýma svæðið, deiliskipuleggja, leggja vatnslagnir og annað sem þarf til að bæta úr brunavörnum,“ en til þess hefði þurft að byrja upp á nýtt með autt blað. Krafa um bættar brunavarnir kom í kjölfar þess að eldur kviknaði í hjólhýsabyggðinni árið 2019.BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU Hrafnhildur segir Samhjól hins vegar hafa sýnt kröfum um bættar brunavarnir fullan skilning og Samhjól hefði meira að segja viðrað áhyggjur af brunahættu árið 2013. „Samkvæmt okkar lögmanni heldur engum rökum að þurfi að tæma allt í burtu til að hefja nýtt deiliskipulag. Það er ekkert verið að ryðja burtu heilum hverfum til að deiliskipuleggja. Það er okkar álit og okkar lögmanns,“ segir Hrafnhildur í svari við Ástu. Hrafnhildur segir að þau hjá Samhjól hafi verið tilbúin til að gera það sem þurfti til að hjólhýsin fengju að standa. Á sínum tíma hefðu þau gert sveitarstjórn tilboð til að bæta úr brunavörnum en þá hefði málið undið upp á sig og bæst í kröfur sveitarfélagsins. Nýjar og nýjar kröfur hafi bæst við Fyrst hefði byggingarreglugerð staðið í veginum og síðan hefði skortur á lagaheimild hindrað áframhaldandi veru hjólhýsabyggðarinnar. Síðan hefði líka opnað annað hjólhýsasvæði og það hefði verið með tengingu við Lögmenn Suðurlandi sem Bláskógabyggð réði til að fara með málið. „Þetta svíður og stingur okkur sárt að sveitarfélagið hafi ekki séð sér fært að skipta um lögmenn til að gæta hlutleysis,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð svara við þessum yfirlýsingum sagði Ásta sig ekki telja þær svaraverðar og að það væri ekkert samhengi milli lögmanna sveitarfélagsins og annarra hjólhýsasvæða. Ákvörðunin hefði verið tekin út frá öryggisástæðum. Þegar sveitarstjórnin hafi kafað dýpra ofan í mál hjólhýsabyggðarinnar í kjölfar erinda Samhjóls hafi komið í ljós að það væri ekki nein lagaheimild fyrir því „að vera með svona heilsárssvæði því það þurfti byggingarleyfi fyrir mannvirkjum sem ætti að standa á slíku svæði,“ segir Ásta. Á sínum tíma hafi því ekki verið neinn lagalegur grundvöllur fyrir því að halda hjólhýsabyggðinni, segir Ásta. Reglugerðinni hefði síðan reyndar verið breytt þannig að nú þyrfit bara söðuleyfi frá byggingarfulltrúa. Þrátt fyrir það hefði sveitarstjórn Bláskógabyggðar engan áhuga á því að bjóða upp á aðstæður þar sem geti orðið manntjón vegna bruna. „Það er á ábyrgð sveitarstjórnirnar og hún vill ekki standa fyrir því.“ Sveitarfélagið ekki tilbúið að borga Aðspurð hvort tillögur sveitarfélagsins um úrbætur væru ekki fullnægjandi án rýmingar á svæðinu sagði Ásta svo ekki vera. Sveitarfélagið hefði ekki áhuga á að borga fyrir útivistarsvæði fyrir íbúa úr öðrum sveitarfélögum. Það væri ekki lögbundin skylda að reka svona starfsemi og í raun eitthvað sem sveitarfélagið ætti ekki að koma nálægt. „Síðan koma þau með tilboð um að þau séu tilbúin að borga gegn því skilyrði að fá að vera. Tíu ára samning sem myndi síðan framlengjast um tvö ár í senn,“ segir Ásta um tillögur Samhjóls. Sveitarstjórnin hefði farið yfir það tilboð og niðurstaðan væri að það væri ekki hægt að samþykkja það af því sveitarstjórnin væru opinber aðili sem þyrfti að gæta ákveðinna reglna við úthlutun á takmörkuðum gæðum. Slíkt þyrfti að auglýsa og því mætti ekki afhenda einu félagi svæðið. Hjólhýsabyggðin hefur verið á Laugarvatni í fimmtíu ár en ef marka má orð sveitarstjóra Bláskógabyggðar er saga þess senn á enda.Vísir/Vilhelm Hrafnhildur leiðréttir þá rangfærslu hjá Ástu, sveitarfélagið hafi ekki verið í rekstri hjólhýsasvæðisins heldur hafi þetta verið einföld lóðaútleiga þar sem landið var leigt út til fyrirtækis. „Ef að þarf að bjóða þetta út hlýtur að þurfa að bjóða út önnur svæði eins og til dæmis bara rekstur á tjaldsvæði í Reykholti, sem dæmi. Við höfum ekkert orðið vör við það,“ segir Hrafnhildur. Ekki búið að ákveða hvað verði um svæðið „Okkur finnst virkilega illa að okkur vegið. Það var hægt að gera þetta á miklu sársaukalausari hátt,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að sveitarfélagið hefði komið 18. mars síðastliðinn með sínar kröfur og áætlaðan kostnað, hvað þau myndu vilja til að uppfylla þessar kröfur og við samþykktum það. Samhjól hafi verið tilbúin að gangast við þeim kröfum og hafi komið með tilboð strax í kjölfarið. Hrafnhildur segir ákvörðunina sérstaklega harkalega í ljósi þess að sveitarstjórnin hefur ekki enn ákveðið hvað eigi að koma í stað hjólhýsabyggðarinnar.Magnús Hlynur/Vísir „Þarna hefðu verið hreinlegast fyrir sveitarfélagið að koma og segja sannleikann, eins og þau eru að segja núna eftir tuttugu og einn mánuð, að það sé ekki vilji.“ Aðspurð hvort það sé eitthvað hægt að gera til að lenda málinu þannig að allir verði sáttir segir Ásta það ekki vera hægt. Sveitarstjórnin hafi ákveðið að það sé ekki vilji til að halda svæðinu áfram í þessu formi. Hún segir að það hefði upprunalega verið hægt að fara miklu harðar í ákvörðunina með því að segja öllum samningum upp en þau hafi ákveðið að koma til móts við fólk og láta samningana renna út. Þegar Ásta er spurð hvað verði um svæðið segir hún að það sé ekki búið að taka ákvörðun um það. Hrafnhildur segir þá að þó svo að sveitarfélagið hefði getað farið í harðari aðgerðir þá finnist hjólhýsaeigendum núverandi aðgerðir mjög harkalegar, sérstaklega í ljósi þess að það sé ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hvernig eigi að ráðstafa landinu. Allt klappað og klárt og svæðið rutt um áramótin Aðspurð hvort hefði ekki verið hægt að fækka hjólhýsunum eða dreifa svæðinu segir Ásta það ekki vera svo einfalt því þá þyrfti að taka upp palla og skúra. Hrafnhildur skýtur þá inn að fólk hefði verið „fullkomlega tilbúið í það“ og bendir jafnframt á að sveitarfélagið leigi svæðið út til fyrirtækisins Fýlsins. Svæðið sem sveitarfélagið leigi út séu 7,9 hektarar en í leigusamningnum greiði Fýllinn fyrir 11,2 hektara. Það væri því alveg rými fyrir dreifingu byggðarinnar en það hafi bara vantað viljann. Ásta segir að ákvörðunin sé endanleg, allt sé klappað og klárt og að svæðið verði rutt um áramótin. Flestir eigi nú þegar að vera farnir og fái ítrekunarbréf á næstunni en það séu nokkrir sem fái að vera fram að áramótum. Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. 30. júní 2022 20:05 „Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði í dag tilboði Samhjóla, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að hjólhýsabyggðin fái að vera áfram gegn því að félagið sinni nauðsynlegum framkvæmdum. Formaður félagsins segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að sveitarfélagið hefði getað farið mannlegri leið að niðurstöðunni en hún gerði. 29. júní 2022 20:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls – hjólhýsaeigenda á Laugarvatni og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar mættu í Reykjavík Síðdegis á þriðjudag til að ræða ákvörðun Bláskógabyggðar um að neita hjólhýsabyggðinni um áframhaldandi veru á Laugarvatni. Hjólhýsabyggðin hefur verið við Laugarvatn í fimmtíu ár en allt lítur út fyrir að sögu hennar ljúki í ár. Brunavarnir ekki nægilega góðar Fyrsta spurning þáttastjórnenda til sveitarstjórans var „Hver er ástæðan fyrir því að þið viljið þessa byggð í burt?“ „Ástæðan fyrir því að það var ákveðið, fyrir rétt tæpum tveimur árum, að loka þessu svæði var sú að öryggismál voru ekki í lagi, einkum og sér það sem snýr að brunavörnum,“ sagði Ásta um lokun svæðisins. Hún segir að á liðnum árum hafi orðið nokkrir brunar en sem betur hafi farið vel í þau skipti en það hafi verið lukka sem réði því. Aðspurð hvort hefði verið hægt að bæta úr brunavörnum sagði Ásta það hefði verið hægt með því að „rýma svæðið, deiliskipuleggja, leggja vatnslagnir og annað sem þarf til að bæta úr brunavörnum,“ en til þess hefði þurft að byrja upp á nýtt með autt blað. Krafa um bættar brunavarnir kom í kjölfar þess að eldur kviknaði í hjólhýsabyggðinni árið 2019.BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU Hrafnhildur segir Samhjól hins vegar hafa sýnt kröfum um bættar brunavarnir fullan skilning og Samhjól hefði meira að segja viðrað áhyggjur af brunahættu árið 2013. „Samkvæmt okkar lögmanni heldur engum rökum að þurfi að tæma allt í burtu til að hefja nýtt deiliskipulag. Það er ekkert verið að ryðja burtu heilum hverfum til að deiliskipuleggja. Það er okkar álit og okkar lögmanns,“ segir Hrafnhildur í svari við Ástu. Hrafnhildur segir að þau hjá Samhjól hafi verið tilbúin til að gera það sem þurfti til að hjólhýsin fengju að standa. Á sínum tíma hefðu þau gert sveitarstjórn tilboð til að bæta úr brunavörnum en þá hefði málið undið upp á sig og bæst í kröfur sveitarfélagsins. Nýjar og nýjar kröfur hafi bæst við Fyrst hefði byggingarreglugerð staðið í veginum og síðan hefði skortur á lagaheimild hindrað áframhaldandi veru hjólhýsabyggðarinnar. Síðan hefði líka opnað annað hjólhýsasvæði og það hefði verið með tengingu við Lögmenn Suðurlandi sem Bláskógabyggð réði til að fara með málið. „Þetta svíður og stingur okkur sárt að sveitarfélagið hafi ekki séð sér fært að skipta um lögmenn til að gæta hlutleysis,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð svara við þessum yfirlýsingum sagði Ásta sig ekki telja þær svaraverðar og að það væri ekkert samhengi milli lögmanna sveitarfélagsins og annarra hjólhýsasvæða. Ákvörðunin hefði verið tekin út frá öryggisástæðum. Þegar sveitarstjórnin hafi kafað dýpra ofan í mál hjólhýsabyggðarinnar í kjölfar erinda Samhjóls hafi komið í ljós að það væri ekki nein lagaheimild fyrir því „að vera með svona heilsárssvæði því það þurfti byggingarleyfi fyrir mannvirkjum sem ætti að standa á slíku svæði,“ segir Ásta. Á sínum tíma hafi því ekki verið neinn lagalegur grundvöllur fyrir því að halda hjólhýsabyggðinni, segir Ásta. Reglugerðinni hefði síðan reyndar verið breytt þannig að nú þyrfit bara söðuleyfi frá byggingarfulltrúa. Þrátt fyrir það hefði sveitarstjórn Bláskógabyggðar engan áhuga á því að bjóða upp á aðstæður þar sem geti orðið manntjón vegna bruna. „Það er á ábyrgð sveitarstjórnirnar og hún vill ekki standa fyrir því.“ Sveitarfélagið ekki tilbúið að borga Aðspurð hvort tillögur sveitarfélagsins um úrbætur væru ekki fullnægjandi án rýmingar á svæðinu sagði Ásta svo ekki vera. Sveitarfélagið hefði ekki áhuga á að borga fyrir útivistarsvæði fyrir íbúa úr öðrum sveitarfélögum. Það væri ekki lögbundin skylda að reka svona starfsemi og í raun eitthvað sem sveitarfélagið ætti ekki að koma nálægt. „Síðan koma þau með tilboð um að þau séu tilbúin að borga gegn því skilyrði að fá að vera. Tíu ára samning sem myndi síðan framlengjast um tvö ár í senn,“ segir Ásta um tillögur Samhjóls. Sveitarstjórnin hefði farið yfir það tilboð og niðurstaðan væri að það væri ekki hægt að samþykkja það af því sveitarstjórnin væru opinber aðili sem þyrfti að gæta ákveðinna reglna við úthlutun á takmörkuðum gæðum. Slíkt þyrfti að auglýsa og því mætti ekki afhenda einu félagi svæðið. Hjólhýsabyggðin hefur verið á Laugarvatni í fimmtíu ár en ef marka má orð sveitarstjóra Bláskógabyggðar er saga þess senn á enda.Vísir/Vilhelm Hrafnhildur leiðréttir þá rangfærslu hjá Ástu, sveitarfélagið hafi ekki verið í rekstri hjólhýsasvæðisins heldur hafi þetta verið einföld lóðaútleiga þar sem landið var leigt út til fyrirtækis. „Ef að þarf að bjóða þetta út hlýtur að þurfa að bjóða út önnur svæði eins og til dæmis bara rekstur á tjaldsvæði í Reykholti, sem dæmi. Við höfum ekkert orðið vör við það,“ segir Hrafnhildur. Ekki búið að ákveða hvað verði um svæðið „Okkur finnst virkilega illa að okkur vegið. Það var hægt að gera þetta á miklu sársaukalausari hátt,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að sveitarfélagið hefði komið 18. mars síðastliðinn með sínar kröfur og áætlaðan kostnað, hvað þau myndu vilja til að uppfylla þessar kröfur og við samþykktum það. Samhjól hafi verið tilbúin að gangast við þeim kröfum og hafi komið með tilboð strax í kjölfarið. Hrafnhildur segir ákvörðunina sérstaklega harkalega í ljósi þess að sveitarstjórnin hefur ekki enn ákveðið hvað eigi að koma í stað hjólhýsabyggðarinnar.Magnús Hlynur/Vísir „Þarna hefðu verið hreinlegast fyrir sveitarfélagið að koma og segja sannleikann, eins og þau eru að segja núna eftir tuttugu og einn mánuð, að það sé ekki vilji.“ Aðspurð hvort það sé eitthvað hægt að gera til að lenda málinu þannig að allir verði sáttir segir Ásta það ekki vera hægt. Sveitarstjórnin hafi ákveðið að það sé ekki vilji til að halda svæðinu áfram í þessu formi. Hún segir að það hefði upprunalega verið hægt að fara miklu harðar í ákvörðunina með því að segja öllum samningum upp en þau hafi ákveðið að koma til móts við fólk og láta samningana renna út. Þegar Ásta er spurð hvað verði um svæðið segir hún að það sé ekki búið að taka ákvörðun um það. Hrafnhildur segir þá að þó svo að sveitarfélagið hefði getað farið í harðari aðgerðir þá finnist hjólhýsaeigendum núverandi aðgerðir mjög harkalegar, sérstaklega í ljósi þess að það sé ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hvernig eigi að ráðstafa landinu. Allt klappað og klárt og svæðið rutt um áramótin Aðspurð hvort hefði ekki verið hægt að fækka hjólhýsunum eða dreifa svæðinu segir Ásta það ekki vera svo einfalt því þá þyrfti að taka upp palla og skúra. Hrafnhildur skýtur þá inn að fólk hefði verið „fullkomlega tilbúið í það“ og bendir jafnframt á að sveitarfélagið leigi svæðið út til fyrirtækisins Fýlsins. Svæðið sem sveitarfélagið leigi út séu 7,9 hektarar en í leigusamningnum greiði Fýllinn fyrir 11,2 hektara. Það væri því alveg rými fyrir dreifingu byggðarinnar en það hafi bara vantað viljann. Ásta segir að ákvörðunin sé endanleg, allt sé klappað og klárt og að svæðið verði rutt um áramótin. Flestir eigi nú þegar að vera farnir og fái ítrekunarbréf á næstunni en það séu nokkrir sem fái að vera fram að áramótum.
Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. 30. júní 2022 20:05 „Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði í dag tilboði Samhjóla, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að hjólhýsabyggðin fái að vera áfram gegn því að félagið sinni nauðsynlegum framkvæmdum. Formaður félagsins segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að sveitarfélagið hefði getað farið mannlegri leið að niðurstöðunni en hún gerði. 29. júní 2022 20:47 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. 30. júní 2022 20:05
„Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði í dag tilboði Samhjóla, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að hjólhýsabyggðin fái að vera áfram gegn því að félagið sinni nauðsynlegum framkvæmdum. Formaður félagsins segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að sveitarfélagið hefði getað farið mannlegri leið að niðurstöðunni en hún gerði. 29. júní 2022 20:47
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent