Krafan átti rót sína að rekja til kaupsamnings 365 miðla hf. og Sýnar frá því í mars 2017 þar sem Sýn keypti stærstan hluta miðla 365, þar á meðal Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Sýn taldi að samkeppnisákvæði í kaupsamningnum hafi verið brotin en ákvæðið sem deilt var um snerist um skuldbindingu 365 til þess að hefja ekki samkeppni við Sýn á sama markaði. Undanþága var þó frá þeirri skuldbindingu sem var útgáfa Fréttablaðsins, sem nú er undir Torgi.
Aðila greindi á um hvort yfirtaka Torgs á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, sem var tengt vefsíðu Fréttablaðsins hafi falið í sér brot gegn samkeppnisákvæðum í kaupsamningnum. Hélt Sýn því fram að með því að færa allan rekstur Hringbrautar undir hatt Fréttablaðsins hafi farið Torg og fyrirsvarsmenn útgáfufélagsins, Ingibjörg og Jón Ásgeri, farið langt út fyrir heimildir kaupsamningsins.
Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það útgáfa hlaðvarps á vefsíðu Fréttablaðsins hafi ekki brotið gegn samkeppnisbanninu og Ingibjörg og Jón Ásgeir hafi eftir sölu á rekstri Fréttablaðsins ekki borið ábyrgð á því á grundvelli eignarhalds að sjónvarpsefni var tengt við vefsíðu blaðsins. Voru þau því sýknuð af kröfunum.
Vísir er í eigu Sýnar hf.