Viðskipti erlent

Raf­mynta­verk­vangurinn Celsius lýsir yfir gjald­þroti

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Í tilkynningu sagðist Celsius ekki fara fram á leyfi til úttekta eigna fyrir viðskiptavini.
Í tilkynningu sagðist Celsius ekki fara fram á leyfi til úttekta eigna fyrir viðskiptavini. Getty/oatawa

Rafmyntaverkvangurinn Celsius tilkynni gjaldþrot í gær en í seinasta mánuði lokaði verkvangurinn fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda starfsemi sína.

Celsius lokaði fyrir sölu á rafmyntunum í júní þegar fjárfestar fóru að losa sig við áhætturíkar eignir eins og rafmyntir með hraði vegna hækkandi vaxta og verðbólgu.

Þegar rafmyntaverkvangurinn tilkynnti gjaldþrot fyrir dómstólum í New York mat Celsius sem svo að eignir og skuldir félagsins næmu einum til tíu milljörðum Bandaríkjadala en félagið hefur meira en hundrað þúsund lánardrottna hangandi yfir sér. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters.

Í tilkynningu sagðist Celsius ekki fara fram á leyfi til úttekta eigna fyrir viðskiptavini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×