Undirbúningur fyrir hressilega góðan mánudag Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2022 07:00 Eitt af því skemmtilega við börn er að þau geta vaknað ótrúlega hress á morgnana. Alveg hoppandi glöð og tilbúin í daginn. Og fyrst þau geta þetta, hvers vegna ekki við? Vísir/Getty Þótt það sé góður fössari í dag og jafnvel stemning í loftinu fyrir helgina, ætlum við að nýta tækifærið í dag og undirbúa okkur svolítið fyrir hressilega góðan mánudag. Því hvort sem við erum að mæta aftur eftir frí eða bara eftir góða helgi verður það að segjast að mánudagarnir geta oft verið nokkuð erfiðir fyrir okkur. Að vakna á mánudagsmorgni, vera eldhress til að mæta til vinnu og bretta þar upp ermar. Úff, oft erfitt! En þótt það stefni í fjöruga helgi og jafnvel gott ferðalag, er alveg hægt að peppa okkur upp í góða mánudagsmorgna með smá undirbúning. Hérna eru nokkrar tillögur: #1: Helgin Þótt það sé líklegt að svefnrútínan verði eitthvað aðeins öðruvísi um helgina og við mögulega að sofa út, er ágætt að hafa í huga að snúa sólahringnum þó ekki við og helst að sofa ekki of lengi fram eftir á morgnana. Sérstaklega á sunnudag. #2: Sunnudagurinn Mælt er með að borða kvöldmatinn þremur til fjórum klukkustundum fyrir svefninn og helst ekkert eftir það. Þetta ráð kemur megrun reyndar ekkert við heldur er hér verið að vitna í næringafræðing í umfjöllun Bodyshot Performance sem segir að eitt af því sem er best fyrir svefninn er að líkaminn fái hlé í nokkrar klukkustundir áður en farið er að sofa, því þá gengur líkamanum betur að vinna úr því sem hann er að vinna úr yfir nóttina. Þá er gott að muna að á hverri nóttu þurfum við að sofa í sjö til átta klukkustundir þannig að líkami og hugur nái góðri hvíld og dagsformið okkar verði sem best daginn eftir. Það hjálpar ótrúlega mikið til við vinnu og alla almenna velgengni í lífinu að ná alltaf góðum nætursvefni. #3: Mánudagsmorguninn Þegar að þú vaknar á mánudagsmorguninn er gott að koma líkamanum strax af stað í einhverja hreyfingu. Já, við ætlum ekki að fara að snúsa! Að vakna, setjast strax upp og teygja úr sér, standa upp og fara fram er góð leið til að koma okkur strax í góðan gír fyrir daginn. Þó ekki þannig að við séum að hreyfa okkur í einhverju hasti. Alls ekki. Frekar að gera þetta að notalegri stund. Koma blóðrásinni af stað með því að setjast upp, nudda stýrurnar úr augunum, hreyfa svolítið útlimina eða teygja úr okkur. Jafnvel gera smá morgunæfingar. #4: Kærleikur, ást eða hrós Sumum kann að þykja þetta væmið en staðreyndin er bara sú að þetta snilldarráð virkar mjög vel til að búa okkur undir góðan dag. Jafnvel dásamlegan. Þetta ráð gengur út á að eitt af fyrstu verkefnunum okkar á morgnana felst í að sýna kærleik, ást eða gefa hrós. Við getum til dæmis smellt góðum kossi á makann okkar og börn. Brosað til okkar í speglinum. Hrósað einhverjum í fjölskyldunni. Jafnvel með hrósi sem við vorum búin að ákveða kvöldinu áður. Því allt ofangreint gefur okkur frábæra jákvæða orku og fátt virkar betur en einmitt það til að tryggja góðan dag framundan. #4: Gardínurnar Annað sem skiptir miklu máli á morgnana er dagsbirtan . Yfir sumartímann er reyndar bjart allan sólahringinn en margir sofa með myrkvunargluggatjöld inni hjá sér og það er um að gera að draga þau frá sem fyrst eftir að þú vaknar. Því dagsbirtan hjálpar okkur að vakna. #5: Geggjaða stundin fyrir þig þessa vikuna Eitt af því sem gerir okkur svolítið vélræn á morgnana er að við erum að sinna morgunverkum á eins stuttum tíma og við getum og flest gengur út á að ná til vinnu á réttum tíma. Við erum líka vélræn því við vitum að þegar að við mætum til vinnu, bíða okkur fyrirfram ákveðin verkefni og hlutverk sem við þurfum að sinna. En til að hrista af okkur þetta vélræna slen og finna betur orkuna sem við viljum vera uppfull af, er gott að hugsa um það á hverjum morgni hvað okkur hlakkar mest til að gera í þessari viku. Ekki í vinnunni og ekki fyrir neinn annan en okkur sjálf. Þetta gæti verið golfið sem við ætlum að spila, göngutúrinn, kaffihúsahittingurinn, hádegismaturinn sem við vorum búin að bóka með vini eða vinkonu, hugleiðslan sem við ætlum að gefa okkur tíma fyrir í dag eða hvað annað sem er. Á ensku er oft talað um þessa stund sem „me time“ en það sem einkennir þessar stundir er að okkur hlakkar alltaf til þeirra og því er það alltaf þess virði að skipuleggja svona stundir fyrir hverja viku. Það besta við þessa mánudagsþjálfun er að oftar en ekki, smitar hún út frá sér og áður en þú veist af ertu farinn að upplifa hvern morgun sem auðveldari og skemmtilegri og fyrir vikið verður það ósjálfrátt að bæði orkan og jákvæðnin mæta með þér í vinnuna alla daga. Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Því hvort sem við erum að mæta aftur eftir frí eða bara eftir góða helgi verður það að segjast að mánudagarnir geta oft verið nokkuð erfiðir fyrir okkur. Að vakna á mánudagsmorgni, vera eldhress til að mæta til vinnu og bretta þar upp ermar. Úff, oft erfitt! En þótt það stefni í fjöruga helgi og jafnvel gott ferðalag, er alveg hægt að peppa okkur upp í góða mánudagsmorgna með smá undirbúning. Hérna eru nokkrar tillögur: #1: Helgin Þótt það sé líklegt að svefnrútínan verði eitthvað aðeins öðruvísi um helgina og við mögulega að sofa út, er ágætt að hafa í huga að snúa sólahringnum þó ekki við og helst að sofa ekki of lengi fram eftir á morgnana. Sérstaklega á sunnudag. #2: Sunnudagurinn Mælt er með að borða kvöldmatinn þremur til fjórum klukkustundum fyrir svefninn og helst ekkert eftir það. Þetta ráð kemur megrun reyndar ekkert við heldur er hér verið að vitna í næringafræðing í umfjöllun Bodyshot Performance sem segir að eitt af því sem er best fyrir svefninn er að líkaminn fái hlé í nokkrar klukkustundir áður en farið er að sofa, því þá gengur líkamanum betur að vinna úr því sem hann er að vinna úr yfir nóttina. Þá er gott að muna að á hverri nóttu þurfum við að sofa í sjö til átta klukkustundir þannig að líkami og hugur nái góðri hvíld og dagsformið okkar verði sem best daginn eftir. Það hjálpar ótrúlega mikið til við vinnu og alla almenna velgengni í lífinu að ná alltaf góðum nætursvefni. #3: Mánudagsmorguninn Þegar að þú vaknar á mánudagsmorguninn er gott að koma líkamanum strax af stað í einhverja hreyfingu. Já, við ætlum ekki að fara að snúsa! Að vakna, setjast strax upp og teygja úr sér, standa upp og fara fram er góð leið til að koma okkur strax í góðan gír fyrir daginn. Þó ekki þannig að við séum að hreyfa okkur í einhverju hasti. Alls ekki. Frekar að gera þetta að notalegri stund. Koma blóðrásinni af stað með því að setjast upp, nudda stýrurnar úr augunum, hreyfa svolítið útlimina eða teygja úr okkur. Jafnvel gera smá morgunæfingar. #4: Kærleikur, ást eða hrós Sumum kann að þykja þetta væmið en staðreyndin er bara sú að þetta snilldarráð virkar mjög vel til að búa okkur undir góðan dag. Jafnvel dásamlegan. Þetta ráð gengur út á að eitt af fyrstu verkefnunum okkar á morgnana felst í að sýna kærleik, ást eða gefa hrós. Við getum til dæmis smellt góðum kossi á makann okkar og börn. Brosað til okkar í speglinum. Hrósað einhverjum í fjölskyldunni. Jafnvel með hrósi sem við vorum búin að ákveða kvöldinu áður. Því allt ofangreint gefur okkur frábæra jákvæða orku og fátt virkar betur en einmitt það til að tryggja góðan dag framundan. #4: Gardínurnar Annað sem skiptir miklu máli á morgnana er dagsbirtan . Yfir sumartímann er reyndar bjart allan sólahringinn en margir sofa með myrkvunargluggatjöld inni hjá sér og það er um að gera að draga þau frá sem fyrst eftir að þú vaknar. Því dagsbirtan hjálpar okkur að vakna. #5: Geggjaða stundin fyrir þig þessa vikuna Eitt af því sem gerir okkur svolítið vélræn á morgnana er að við erum að sinna morgunverkum á eins stuttum tíma og við getum og flest gengur út á að ná til vinnu á réttum tíma. Við erum líka vélræn því við vitum að þegar að við mætum til vinnu, bíða okkur fyrirfram ákveðin verkefni og hlutverk sem við þurfum að sinna. En til að hrista af okkur þetta vélræna slen og finna betur orkuna sem við viljum vera uppfull af, er gott að hugsa um það á hverjum morgni hvað okkur hlakkar mest til að gera í þessari viku. Ekki í vinnunni og ekki fyrir neinn annan en okkur sjálf. Þetta gæti verið golfið sem við ætlum að spila, göngutúrinn, kaffihúsahittingurinn, hádegismaturinn sem við vorum búin að bóka með vini eða vinkonu, hugleiðslan sem við ætlum að gefa okkur tíma fyrir í dag eða hvað annað sem er. Á ensku er oft talað um þessa stund sem „me time“ en það sem einkennir þessar stundir er að okkur hlakkar alltaf til þeirra og því er það alltaf þess virði að skipuleggja svona stundir fyrir hverja viku. Það besta við þessa mánudagsþjálfun er að oftar en ekki, smitar hún út frá sér og áður en þú veist af ertu farinn að upplifa hvern morgun sem auðveldari og skemmtilegri og fyrir vikið verður það ósjálfrátt að bæði orkan og jákvæðnin mæta með þér í vinnuna alla daga.
Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49