Rússar skutu eldflaug á almenna borgara Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:41 Tuttugu og einn féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á borgina Vinnytsia í dag. AP/Efrem Lukatsky Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar skutu eldflaug á borgina Vinnytsia og um hundrað manns særðust. Yfirmaður rússneska sjónvarpsins segir eldflauginni hafa verið miðað á húsakynni nasista í borginni. Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á almenning í borgum víðs vegar annars staðar í Úkraínu en í Donbas þar sem hörðustu bardagarnir hafa verið undanfarnar vikur. Í dag skutu þeir eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á Vinnytsia eina fjölmennustu borg Úkraínu. Rúmlega eitt hundrað manns særðust og rúmlega fjörutíu er saknað eftir árásina á Vinnytsia.AP/Neyðarþjónusta Úkraínu Talsmenn Úkraínustjórnar segja eldflaugina hafa lent á skrifstofubyggingu og rústað nærliggjandi íbúðarhúsnæði. Staðfest er að tutugu og einn hafi fallið, um eða yfir hundrað særst og fjörutíu og tveggja er saknað. Þrjú börn létust í árásinni. Rússar hafa ekki gengist formlega við árásinni en yfirmaður ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT hafði það eftir yfirmönnum í hernum á skilaboðaappi sínu að eldflauginni hafi verið miðað að byggingu þar sem úkraínskir nasistar hefðu verið. Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa vísvitandi hafa ráðist á almenna borgara í árásinni. Rússar skutu einnig eldflaugum að borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í dag þar sem að minnsta kosti einn maður féll og fjöldi særðist. Borgin liggur á milli Mariupol í austri og Odessa í vestri og hafa Rússar ítrekað reynt að ná henni á sitt vald. Það myndi auðvelda þeim landhernað gegn Odessa en komist Rússar alla leið þangað hafa þeir lagt alla suðurströnd Úkraínu undir sig. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55 Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Rússar halda áfram að skjóta eldflaugum á almenning í borgum víðs vegar annars staðar í Úkraínu en í Donbas þar sem hörðustu bardagarnir hafa verið undanfarnar vikur. Í dag skutu þeir eldflaug frá kafbáti á Svartahafi á Vinnytsia eina fjölmennustu borg Úkraínu. Rúmlega eitt hundrað manns særðust og rúmlega fjörutíu er saknað eftir árásina á Vinnytsia.AP/Neyðarþjónusta Úkraínu Talsmenn Úkraínustjórnar segja eldflaugina hafa lent á skrifstofubyggingu og rústað nærliggjandi íbúðarhúsnæði. Staðfest er að tutugu og einn hafi fallið, um eða yfir hundrað særst og fjörutíu og tveggja er saknað. Þrjú börn létust í árásinni. Rússar hafa ekki gengist formlega við árásinni en yfirmaður ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT hafði það eftir yfirmönnum í hernum á skilaboðaappi sínu að eldflauginni hafi verið miðað að byggingu þar sem úkraínskir nasistar hefðu verið. Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa vísvitandi hafa ráðist á almenna borgara í árásinni. Rússar skutu einnig eldflaugum að borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í dag þar sem að minnsta kosti einn maður féll og fjöldi særðist. Borgin liggur á milli Mariupol í austri og Odessa í vestri og hafa Rússar ítrekað reynt að ná henni á sitt vald. Það myndi auðvelda þeim landhernað gegn Odessa en komist Rússar alla leið þangað hafa þeir lagt alla suðurströnd Úkraínu undir sig.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55 Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu. 14. júlí 2022 16:55
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. 14. júlí 2022 07:23
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. 12. júlí 2022 19:21