Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki 14. júlí 2022 22:00 Rúnar Kristinsson fer yfir málin með leikmönnum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. „Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
„Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira