Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 16:15 Tiger Woods varð klökkur þegar hann heyrði í mannfjöldanum sem tók á móti honum á 18. flöt. Kevin C. Cox/Getty Images Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images Golf Opna breska Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images
Golf Opna breska Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira