Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 22:26 Flugi Kára frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað um sólarhring. Vísir Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís. Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís.
Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira