Fótbolti

Villareal sækist eftir kröftum Cavani

Atli Arason skrifar
Edinson Cavani fagnar öðru marka sinna á Old Trafford í gær en þarf að ímynda sér hvernig væri að skora þar fyrir framan 74 þúsund áhorfendur.
Edinson Cavani fagnar öðru marka sinna á Old Trafford í gær en þarf að ímynda sér hvernig væri að skora þar fyrir framan 74 þúsund áhorfendur. AP/Jon Super

Spænska félagið Villareal hefur áhuga á Edinson Cavani sem yfirgaf Manchester United í júní eftir samningur hans rann út. Framherjin gæti því endurnýjað kynni sín við knattspyrnustjórann Unai Emery hjá Villareal.

Cavani og Emery störfuðu saman hjá PSG þegar Emery var knattspyrnustjóri PSG árin 2016-2018. Emery er sagður áhugasamur fyrir því að vinna aftur með Cavani og vill hann fá leikmanninn til liðs við sig hjá Villareal þar sem Emery er knattspyrnustjóri í dag.

Spænska félagið gæti verið að missa sinn helsta framherja, Arnaut Danjuma, í sumar. West Ham er á meðal félaga sem sækist eftir kröftum Danjuma.

Umar Sadiq, framherji Almeria, er einnig skotmark hjá Villareal en félögin eru sögð vera langt frá því að ná samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en Sevilla og Ajax hafa einnig áhuga á Sadiq samkvæmt fréttum frá Spáni.

Villareal gæti notað fjármagnið sem það fær fyrir Danjuma til að bjóða Cavani rausnarlegan samning þar sem félagið þarf ekki að borga Manchester United neitt fyrir félagaskiptin.

Spænski blaðamaðurinn Xavi Márquez greinir frá því á Twitter að Cavani gæti orðið leikmaður Villareal á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×