Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 08:32 Lögreglan stóð í ýmsu í gærkvöldi, þar á meðal þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum. Vísir/Kolbeinn Tumi Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása. Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni í Hlíðum sem var grunaður um brot á vopnalögum. Samkvæmt dagbók lögreglu var lagt hald á rafstuðkylfu mannsins og tekin skýrsla. Tæpum þremur tímum síðar þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni á veitingastað í Miðborginni sem var klæddur í stunguvesti og vopnaður sveðju. Maðurinn var handtekinn og kærður fyrir brot á vopnalögum en var síðan látinn laus. Lögreglan lagði bæði hald á stunguvestið og hnífinn. Í hverfi 201 í Kópavoginum var tilkynnt um þjófnað á rútufelgum og dekkjum en sá sem tilkynnti glæpinn sá þjófinn aka af vettvangi. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í rannsókn. Nokkrir handteknir vegna líkamsárása Laust fyrir fimm í morgun var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Um svipað leyti í morgun voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir vegna gruns um líkamsárásir í miðborginni. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ekki sé búið að bóka upplýsingar varðandi árásarþola. Margir að keyra of hratt og einhverjir ölvaðir Nokkrar bifreiðar voru stöðvaðir í Grafarvogi vegna gruns um ölvun ökumanns. Þar af hafði einn farið á 114 kílómetra hraða þar sem 80 kílómetra hámarkshraði gilti. Samkvæmt dagbók lögreglu var sá grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Á Vesturlandsvegi voru fjórar bifreiðar stöðvarðar eftir hraðamælinu en allir fjórir ökumannanna fóru meira en 30 kílómetrum á klukkustund fram úr hámarkshraða. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni í Hlíðum sem var grunaður um brot á vopnalögum. Samkvæmt dagbók lögreglu var lagt hald á rafstuðkylfu mannsins og tekin skýrsla. Tæpum þremur tímum síðar þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni á veitingastað í Miðborginni sem var klæddur í stunguvesti og vopnaður sveðju. Maðurinn var handtekinn og kærður fyrir brot á vopnalögum en var síðan látinn laus. Lögreglan lagði bæði hald á stunguvestið og hnífinn. Í hverfi 201 í Kópavoginum var tilkynnt um þjófnað á rútufelgum og dekkjum en sá sem tilkynnti glæpinn sá þjófinn aka af vettvangi. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í rannsókn. Nokkrir handteknir vegna líkamsárása Laust fyrir fimm í morgun var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Um svipað leyti í morgun voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir vegna gruns um líkamsárásir í miðborginni. Mennirnir voru báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ekki sé búið að bóka upplýsingar varðandi árásarþola. Margir að keyra of hratt og einhverjir ölvaðir Nokkrar bifreiðar voru stöðvaðir í Grafarvogi vegna gruns um ölvun ökumanns. Þar af hafði einn farið á 114 kílómetra hraða þar sem 80 kílómetra hámarkshraði gilti. Samkvæmt dagbók lögreglu var sá grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Á Vesturlandsvegi voru fjórar bifreiðar stöðvarðar eftir hraðamælinu en allir fjórir ökumannanna fóru meira en 30 kílómetrum á klukkustund fram úr hámarkshraða.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira