Stelpurnar sáu líka um tónlistina sjálfar og sú var án efa sérvalin af leikmönnum miðað við undirtektir þeirra á æfingunni.
Það var dansað og það var sungið með. Auðvitað er ekki hægt annað en að hrífast af stemmningunni í íslenska hópnum.
Leikgleðin og hlátrasköllin fóru ekkert fram hjá þeim fjölmörgu frönsku blaðamönnum sem voru mættir á blaðamannafund Íslands og æfinguna.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á opna hluta æfingarinnar í dag og náði þessum flottum myndum hér fyrir neðan.













