Sigurinn átti eftir að skila íslenska liðinu sæti í umspili þar sem liðið tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn.
Íslenska liðið vann leikinn 1-0 þar sem að Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok.
Margrét Lára er ekki lengur að spila með landsliðinu en það er leikmaður í liðinu í dag sem tók þátt í þessum leik.
Sif Atladóttir spilaði nefnilega allan leikinn og náði sér meira að segja í eina gula spjald íslenska liðsins.
Ásta Árnadóttir, sjúkraþjálfari landsliðsins í dag, spilaði einnig allar níutíu mínúturnar í leiknum.
Frá þessum frábæra sigri fyrir rúmu fimmtán árum hafa þjóðirnar mæst sex sinnum og Frakkar hafa unnið alla leikina. Markatalan er 13-2 Frökkum í vil í þessum leikjum.
Þeir tveir leikmenn hafa náð að skora á móti Frökkum í þessum sex síðustu leikir er Hólmfríður Magnúsdóttir í fyrsta leiknum í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009 og Katrín Jónsdóttir í seinni leik þjóðanna í þessari sömu undankeppni.
Í síðustu fjórum leikjum þjóðanna hefur íslenska liðið ekki náð að skora mark.