Á laugardaginn, þann 16. júlí, var ár síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester en hann er sakaður um meint brot gegn ólögráða stúlku.
Gylfi hefur verið í farbanni frá því hann var handtekinn.
Í svörum við fyrirspurnum Vísis segja fjölmiðlafulltrúar lögreglunnar í Manchester að ekki standi til að veita frekari upplýsingar, fyrr en Gylfi hefur verið ákærður eða málið gegn honum fellt niður.
Samningur Gylfa við knattspyrnufélagið Everton rann út í júní og er Gylfi nú ekki á samning hjá neinu félagi. Fregnir hafa þó borist af því að forsvarsmenn Galatasaray í Tyrklandi hafi boðið Gylfa tveggja ára samning.
Sjá einnig: Segja að Galatasaray hafi boðið Gylfa 280 milljónir í laun á ári
Nafn Gylfa hefur ekki ratað í breska fjölmiðla. Það er vegna laga í Bretlandi sem ætlað er að vernda þolendur og koma í veg fyrir að umfjöllun hafi áhrif á réttarhöld.