Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 15:17 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér skóla í Kharkiv-héraði, sem stórskemmdist í árás Rússa. AP/Evgeniy Maloletka Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum. Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30
Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42
Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39