Bjartsýnn á farsæla niðurstöðu í Mílusölunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:32 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu frá Símanum eru í uppnámi þar sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir kaupunum þykja of íþyngjandi. Forstjóri Símans segir mestu máli skipta hvaða áhrif salan á Mílu mun hafa á neytendur. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist í málið. Í tilkynningu frá Símanum í fyrradag kom fram að Ardian, sem Síminn náði samkomulagi við um kaup á Mílu síðasta haust, teldi að tillögur Ardiana til að mæta skilyrðum til að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins væru íþyngjandi. Félagið væri því ekki tilbúið að ljúka viðskiptunum að óbreyttum kaupsamningi. Helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að samningsbundum framtíðarviðskipti Mílu við Símann til margra ára. Eftir umsagnir eftirlitsaðila og keppinauta hafi Ardian og Símanum verið kynnt frummat eftirlitsins. „Aðilar hafa tækifæri til að bregðast við því og útskýra fyrir eftirlitinu hvort og að hvaða marki það frummat ætti að breytast,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fyrir eftirlitinu liggi að fara yfir tillögur og sjónarmið aðila, en eftir sléttan mánuð ætti að liggja fyrir hvort kaupin verði heimiluð eða þeim hafnað. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Aðsend Flókið eins og margt í lífinu Forstjóri Símans telur að salan á Mílu til Ardian yrði jákvæð fyrir samkeppni á íslenskum fjarksiptamarkaði. „Ég held að aðalmálið sé að líta á það hvaða áhrif kaup eins og þessi hafa á neytendur á Íslandi og landsmenn. Ég held að það að Míla verði öflugra félag, frjálst undan því að vera í eigu eins af fjarskiptafélögunum sjálfum muni leysa úr læðingi mikinn kraft,“ segir Orri Hauksson forstjóri. Hann sé bjartsýnn á að salan geti gengið eftir. „Við erum búin að fara í gegnum langt ferli á ýmsum sviðum með þessi kaup. Hingað til hefur það gengið eftir, þó að það hafi margt verið flókið. Þetta er líka flókið, eins og margt í lífinu, en við stefnum bara að því að láta þetta fá góða og farsæla lausn.“ Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira
Í tilkynningu frá Símanum í fyrradag kom fram að Ardian, sem Síminn náði samkomulagi við um kaup á Mílu síðasta haust, teldi að tillögur Ardiana til að mæta skilyrðum til að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins væru íþyngjandi. Félagið væri því ekki tilbúið að ljúka viðskiptunum að óbreyttum kaupsamningi. Helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að samningsbundum framtíðarviðskipti Mílu við Símann til margra ára. Eftir umsagnir eftirlitsaðila og keppinauta hafi Ardian og Símanum verið kynnt frummat eftirlitsins. „Aðilar hafa tækifæri til að bregðast við því og útskýra fyrir eftirlitinu hvort og að hvaða marki það frummat ætti að breytast,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fyrir eftirlitinu liggi að fara yfir tillögur og sjónarmið aðila, en eftir sléttan mánuð ætti að liggja fyrir hvort kaupin verði heimiluð eða þeim hafnað. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Aðsend Flókið eins og margt í lífinu Forstjóri Símans telur að salan á Mílu til Ardian yrði jákvæð fyrir samkeppni á íslenskum fjarksiptamarkaði. „Ég held að aðalmálið sé að líta á það hvaða áhrif kaup eins og þessi hafa á neytendur á Íslandi og landsmenn. Ég held að það að Míla verði öflugra félag, frjálst undan því að vera í eigu eins af fjarskiptafélögunum sjálfum muni leysa úr læðingi mikinn kraft,“ segir Orri Hauksson forstjóri. Hann sé bjartsýnn á að salan geti gengið eftir. „Við erum búin að fara í gegnum langt ferli á ýmsum sviðum með þessi kaup. Hingað til hefur það gengið eftir, þó að það hafi margt verið flókið. Þetta er líka flókið, eins og margt í lífinu, en við stefnum bara að því að láta þetta fá góða og farsæla lausn.“
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Síminn Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira