„Markmiðið er að leyfa börnunum að vera börn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 13:47 Börnin hafa farið á hestbak, í Vatnaskóg og margt fleira á vegum samtakanna Flottafólk. Næst stendur til að halda skapandi sumarnámskeið. Aðsend Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn. „Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114 Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
„Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira