Starfsfólkið farið annað og flugvellir haldi ekki í við flugfélögin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Olivier Jankovec er forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla. Raul Urbina/Getty Yfirmaður hjá Alþjóðasamtökum flugvalla segir stuðning við flugfélög í Covid-faraldrinum hafa verið margfalt meiri en við flugvelli. Stór hluti starfsmanna flugvalla sem sagt var upp vilji ekki snúa aftur sem víða hafi skapað miklar tafir. Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“ Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Mannekla herjar á flugvelli víða um Evrópu. Það hefur leitt til langra raða og aukins tíma sem þarf til þess að komast úr innritun, inn í flugvél og á áfangastað. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ástandinu en víða eru farþegar hvattir til þess að mæta mörgum klukkustundum fyrir brottför, í stað hinna hefðbundnu tveggja tíma sem flestir þekkja. Forstjóri Evrópusviðs Alþjóðasamtaka flugvalla, Olivier Jankovec, segir í samtali við fréttastofu að margir sem störfuðu á flugvöllum fyrir kórónuveirufaraldurinn hafa fundið sér ný og hentugri störf, og muni ekki snúa til baka. Því þurfi að ráða nýtt fólk inn, sem sé tímafrekt. „Mjög strangar reglur gilda um þetta starfssvið. Það þarf að þjálfa starfsmenn og þeir sem starfa á flugvöllum og flestir þeirra þurfa að sæta bakgrunnsskoðun af hálfu stjórnvalda í öryggisskyni.“ Það geti tekið allt að fjóra mánuði að koma nýju starfsfólki í gegnum bakgrunnsskoðanir. „Þetta er mjög erfitt og við getum ekki aukið afkastegetu okkar á sama hraða og flugumferð eykst.“ Skekkja í styrkveitingum Olivier bendir á að ríkisstuðningur við flugfélög í faraldrinum hafi verið margfaldur miðað við stuðning við flugvelli, sem hafi margir þurft að segja upp starfsfólki. „Um var að ræða 39 milljarða evra fjárstuðning til evrópskra flugfélaga á undanförnum tveimur árum í samanburði við aðeins fjögurra milljarða evra til flugvalla. Þeir flugvellir sem fengu fjárstuðning fengu hann tiltölulega seint.“ Með auknum stuðningi við flugvelli hefði mátt koma í veg fyrir jafn slæma stöðu. Dæmi um það sé Schiphol-flugvöllur í Amsterdam, þar sem raðirnar hafa verið einkar langar. Flugvöllurinn fékk engan fjárstuðning í faraldrinum. „Stjórn flugvallarins varð að segja hluta starfsliðs síns upp og nú er mjög erfitt að fá þetta starfsfólk til baka og auka starfsemina.“
Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira