Innlent

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, er látinn 65 ára að aldri.
Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, er látinn 65 ára að aldri.

Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins er látinn, 65 ára að aldri.

Gísli var bráðkvaddur í fjölskylduferð á Ítalíu.

Gísli ólst upp í Reykja­vík og Svíþjóð. Hann lauk B.Sc. prófi í líf­fræði við Há­skóla Íslands árið 1979 og síðar prófi í at­ferl­is­vist­fræði frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla árið 1985. Gísli hlaut síðan doktors­gráðu frá sjáv­ar­líf­fræðideild Há­skól­ans í Tromsø í Nor­egi árið 2016.

Eiginkona Gísla var Guðrún Ögmunds­dótt­ir, alþing­is­maður og félagsráðgjafi. Guðrún lést árið 2019. Þau eiga saman tvö börn, Ögmund Viðar Rún­ars­son og Ingi­björgu Helgu Gísla­dótt­ur.

Gísli hóf störf hjá Haf­rann­sókna­stofn­un­ árið 1986, þar sem hann starfaði æ síðan. Þar tók hann við stöðu yfirmanns hvalrannsókna og hefur síðan verið talinn helsti hvalasérfræðingur landsins.

Ögmundur Viðar minnist Gísla í færslu á Facebook:

„Við þurfum ekki að hafa mörg orð um alla þá dásamlegu eiginleika sem Gilli var gæddur. Við eigum svo margar ómetanlegar og fallegar minningar saman sem við nú rifjum upp og ylja okkur um hjartarætur.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×