Innlent

Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykja­vík

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásaraðilarnir voru báðir handteknir eftir ránstilraunina.
Árásaraðilarnir voru báðir handteknir eftir ránstilraunina. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í Vesturbænum var tilkynnt um yfirstandandi innbrot skömmu fyrir hádegi. Samkvæmt lögreglu voru á ferðinni tveir einstaklingar í annarlegu ástandi og dró annar þeirra upp hníf þegar að þeim var komið. Húsráðendur náðu þó að yfirbuga manninn áður en lögregla kom á vettvang. Báðir innbrotsþjófarnir voru vistaðir í fangageymslu.

Tilkynnt var um sofandi aðila í stigagangi fjölbýlishúss og var hann vakinn og beðinn um að yfirgefa bygginguna. Þá voru tveir einstaklingar stöðvaðir og grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Annar þeirra var án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×