Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 10:58 Sylvester Stallone hefur farið ófögrum orðum um feðgana og kvikmyndaframleiðendurna, Irwin og David Winkler, undanfarið. Getty/Daniel Zuchnik Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira