Erlent

Sunak og Truss ein eftir

Samúel Karl Ólason skrifar
Rishi Sunak og Liz Truss.
Rishi Sunak og Liz Truss. EPA/JONATHAN HORDLE

Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir.

Mordaunt fékk 104 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins. Truss fékk 113 og Sunak 137.

Sunak hefur fengið flest atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins í öllum umferðum leiðtogakjörsins en nú fara þau í umfangsmeiri kosningabaráttu og munu um tvö hundruð þúsund meðlimir flokksins taka þátt í lokakosningunni og stendur til að tilkynna úrslit þeirra póstkosningunu þann 5. september, samkvæmt frétt Sky News.

Reuters segir að sá sem beri sigur úr býtum muni standa frammi fyrir erfiðum verkefnum. Verðbólga stefni í ellefu prósent, dregið hafi úr hagvexti, virði pundsins hafi lækkað og verkföllum fari fjölgandi. Þá eigi Bretar enn í deilum við Evrópusambandið um landamærin milli Írlands og Norður-Írlands og framtíðarviðskiptasamband ríkisins og sambandsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×