Reyna lítið að sporna við ólöglegu skógarhöggi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 16:50 Loftmynd af ólöglegu skógahöggi í Brasilíu. EPA/Alberto Cezar Araujo Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Brasilíu á undanförnum árum, hafa yfirvöld lítið gert til að reyna að sporna við því. Á undanförnum sex árum eru glæpamenn sagðir hafa fellt tré á svæði sem samsvarar öllu El Salvador. Þrátt fyrir það hefur Alríkislögregla Brasilíu einungis sjö sinnum ráðist til atlögu gegn glæpamönnum sem stunda ólöglegt skógarhögg. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar brasilískar hugveitu sem AP fréttaveitan vitnaði í í dag. Hugveitan skoðaði 302 atlögur Alríkislögreglunnar milli 2016 og 2021 sem tengdust umhverfismálum. Einungis tvö prósent þeirra atlaga sneru að ólöglegu skógarhöggi. Skógareyðing hefur aukist til muna í stjórnartíð Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, en hann hefur veikt umhverfisreglugerðir og ýtt undir landbúnað og námuvinnslu í Amasonfrumskóginum. Árið 2016 var skóglendi á um 2.240 ferkílómetrum eytt. Í fyrra hafði þessi tala næstum því tvöfaldast. Nærri því helmingur Amasonskógarins er skilgreindur sem verndarsvæði en Bolsonaro hefur ítrekað sagt of stóran hluta skógarins verndaðan. Af þeim hluta Amasonskógarins sem er innan landamæra Brasilíu eru um 580 þúsund ferkílómetrar ekki skilgreindir sem verndarsvæði eða nýtingasvæði. Þau svæði eru vinsæl skotmörk glæpamanna sem leggja ólöglega hald á land og stunda þar skógarhögg eða námuvinnslu. Hugveitan sem framkvæmdi rannsóknina segir þessi svæði njóta lítillar lagalegrar verndar en náttúruverndarsinnar hafa lengi kallaði eftir aðgerðum til að bæta þar úr. Brasilía Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27 Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31 Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58 Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27 Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Alríkislögregla Brasilíu einungis sjö sinnum ráðist til atlögu gegn glæpamönnum sem stunda ólöglegt skógarhögg. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar brasilískar hugveitu sem AP fréttaveitan vitnaði í í dag. Hugveitan skoðaði 302 atlögur Alríkislögreglunnar milli 2016 og 2021 sem tengdust umhverfismálum. Einungis tvö prósent þeirra atlaga sneru að ólöglegu skógarhöggi. Skógareyðing hefur aukist til muna í stjórnartíð Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, en hann hefur veikt umhverfisreglugerðir og ýtt undir landbúnað og námuvinnslu í Amasonfrumskóginum. Árið 2016 var skóglendi á um 2.240 ferkílómetrum eytt. Í fyrra hafði þessi tala næstum því tvöfaldast. Nærri því helmingur Amasonskógarins er skilgreindur sem verndarsvæði en Bolsonaro hefur ítrekað sagt of stóran hluta skógarins verndaðan. Af þeim hluta Amasonskógarins sem er innan landamæra Brasilíu eru um 580 þúsund ferkílómetrar ekki skilgreindir sem verndarsvæði eða nýtingasvæði. Þau svæði eru vinsæl skotmörk glæpamanna sem leggja ólöglega hald á land og stunda þar skógarhögg eða námuvinnslu. Hugveitan sem framkvæmdi rannsóknina segir þessi svæði njóta lítillar lagalegrar verndar en náttúruverndarsinnar hafa lengi kallaði eftir aðgerðum til að bæta þar úr.
Brasilía Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27 Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31 Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58 Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27 Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27
Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31
Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58
Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27
Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01