Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 20:31 Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í loftslagsráði og sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum. Aðsent Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins. Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“ Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“
Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira