Snúa baki við Draghi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 21:46 Draghi á þinginu í dag. Associated Press/Gregorio Borgia Búist er við því að forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi segi af sér nú á næstunni. Þetta er í kjölfar þess að Draghi missti stuðning þriggja flokka í stjórnarsamstarfi sínu en flokkarnir þrír tóku ekki þátt í kosningu um traustsyfirlýsingu við áform Draghi í dag. Í síðustu viku var kosið um frumvarp sem hefði eyrnamerkt 26 milljarða Evra til þess að draga úr framfærslukostnaði fyrir ítölsku þjóðina. Draghi setti kosningu frumvarpsins upp sem traustsyfirlýsingu og hlaut frumvarpið nægan stuðning en Fimm stjörnu hreyfingin sniðgekk kosninguna. Í kjölfar frumvarpskosningarinnar ræddi Draghi stöðu sína við forseta Ítalíu, Sergio Mattarella. Draghi bauðst til þess að falla frá embætti en Mattarella hafnaði því. Nú hafa fleiri stjórnarflokkar bæst við í lið Fimm stjörnu hreyfingarinnar en fyrir kosninguna í dag sagði Draghi örlög stjórnar sinnar standa og falla með því hvort hægt væri að byggja upp traust á ný. Draghi hefur lagt áherslu á einingu innan stjórnarinnar til þess að hægt sé að takast á við vandamálin sem bíða. Sem dæmi má nefna umbætur sem þurfi að ganga í gegn eigi Ítalía að fá næsta hluta stuðningspakka vegna kórónuveirufaraldursins sem nemur í heild sinni 200 milljörðum evra. Guardian greinir frá þessu. Eftir kosninguna heldur Draghi þó enn meirihluta en búist er við því að hann segi af sér þrátt fyrir að hann njóti mikils stuðnings frá almenningi. Segi Draghi af sér verður þetta þriðja ríkisstjórn Ítalíu sem springur á jafn mörgum árum en talið er líklegt að Ítalir gangi þá til kosninga í september. Ítalía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Í síðustu viku var kosið um frumvarp sem hefði eyrnamerkt 26 milljarða Evra til þess að draga úr framfærslukostnaði fyrir ítölsku þjóðina. Draghi setti kosningu frumvarpsins upp sem traustsyfirlýsingu og hlaut frumvarpið nægan stuðning en Fimm stjörnu hreyfingin sniðgekk kosninguna. Í kjölfar frumvarpskosningarinnar ræddi Draghi stöðu sína við forseta Ítalíu, Sergio Mattarella. Draghi bauðst til þess að falla frá embætti en Mattarella hafnaði því. Nú hafa fleiri stjórnarflokkar bæst við í lið Fimm stjörnu hreyfingarinnar en fyrir kosninguna í dag sagði Draghi örlög stjórnar sinnar standa og falla með því hvort hægt væri að byggja upp traust á ný. Draghi hefur lagt áherslu á einingu innan stjórnarinnar til þess að hægt sé að takast á við vandamálin sem bíða. Sem dæmi má nefna umbætur sem þurfi að ganga í gegn eigi Ítalía að fá næsta hluta stuðningspakka vegna kórónuveirufaraldursins sem nemur í heild sinni 200 milljörðum evra. Guardian greinir frá þessu. Eftir kosninguna heldur Draghi þó enn meirihluta en búist er við því að hann segi af sér þrátt fyrir að hann njóti mikils stuðnings frá almenningi. Segi Draghi af sér verður þetta þriðja ríkisstjórn Ítalíu sem springur á jafn mörgum árum en talið er líklegt að Ítalir gangi þá til kosninga í september.
Ítalía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira