Stöð 2 Golf
Fjörið hest allt á Evian Championship á LPGA mótaröðinni í golfi. Fyrri útsending af mótinu hefst klukkan 09.00.
Klukkan 13.30 tekur við síðari útsending dagsins af Evian Championship.
3M Open á PGA mótaröðinni er svo í beinni útsendingu klukkan 18.00.
Stöð 2 Sport
Víkingar hefja leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þegar þeir mæta velska liðinu The New Saints klukkan 19.20.
Stöð 2 Sport 2
Cazoo Classic á DP World Tour í golfi er á dagskrá klukkan 13.30.
Stöð 2 Sport 4
Opna breska meistaramót eldri kylfinga hefur göngu sína í dag og fyrri útsending dagsins hefst klukkan 11.00. Á mótinu mæta kylfingar 50 ára og eldri til leiks en goðsögnin Ernie Els er á meðal þátttakenda.
Seinni útsending dagsins af sama móti fer af stað klukkan 15.30.
Klukkan 19.05 mun Breiðablik taka á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í Sambandsdeild Evrópu.