Nígerískar landsliðskonur í verkfall vegna launadeilna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 15:46 Samstaðan er mikil hjá landsliði Nígeríu. Twitter@CAFwomen Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri fyrir leikinn mikilvæga í vikunni Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri fyrir leikinn mikilvæga í vikunni Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira