Líður eins og stjörnu í Sarajevó Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2022 18:31 Blær að taka við verðlaununum. Mario Ilić / OFF Press Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi. Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Þung skref að labba inn á krabbameinsdeildina Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira