Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 19:00 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“ Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“
Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira